06.10.2011
Haukur Snorrason er frumkvöðull á sviði afþreyingar. Hann miðlaði nemendum í Tröllaskagaáfanga af reynslu sinni
í vikunni. Fyrirtæki Hauks Artex býður upp á svokallaða LaserTag leiki, sem bæði er hægt að stunda úti og inni. Leikur með
litboltaboga fer hins vegar aðeins fram á sérstöku útisvæði. Myndir
Lesa meira
03.10.2011
Friðjón Árni Sigurvinsson, formaður Björgunarsveitarinnar í Dalvíkurbyggð greindi nemendum í
Tröllaskagaáfanga frá sjálfboðaliðastarfi að björgunarmálum og sýndi búnað sinn. Um tvö þúsund félagar eru
á útkallslista sveitanna í landinu. Þetta fólk er til taks til leitar eða aðstoðar hvort sem krakki týnist, maður fellur í
jökulsprungu eða áhöfn skips lendir í sjávarháska.
Lesa meira
23.09.2011
Verklegur tími í áfanganum Inngangur að náttúruvísindum. Nemendur kynntu sér lifnaðarhætti
gæsarinnar og komust að því að hún malar fæðuna í fóarninu og til að það takist þarf hún að éta
sand.
Á mörgum heimilum heyrir til hefðbundinna starfa að gera mat úr bráð og tóku nemendur þátt í að
undirbúa það að gera krásir úr bringum gæsanna. Myndir
Lesa meira
30.09.2011
Þann 30. september verður haustþing framhaldsskóla á Norðurlandi haldið í Menntaskólanum á Akureyri. Öll kennsla fellur niður
þann dag. Þetta er eina leyfið sem nemendur fá á haustönn.
Lesa meira
22.09.2011
Bræðurnir Gísli, Eiríkur og Helgi frá Bakka í Svarfaðardal eignast brátt samastað í gömlum
fjárhúsum og hlöðu sunnan Dalvíkur. Aðalheiður Símonardóttir hefur í þrjú ár undirbúið sögusetur
Bakkabræðra og greindi nemendum í Tröllaskagaáfanga frá þeirri reynslu.
Lesa meira
20.09.2011
Nemendur í Inngangi að listum notuðu blíðuna á þriðjudag og tóku ljósmyndir úti. Þeir
æfðu sig að nota nýjan búnað og beindu auga vélanna meðal annars að runnum og rauðklæddu fólki. Þemað var RAUTT. Myndir
Lesa meira
19.09.2011
Forráðamenn nemenda yngri en 18
ára geta fengið aðgang að Innu. Þeir sækja sér lykilorð á www.inna.is í gegnum „gleymt lykilorð“ (sjá
lýsingu hér að neðan) og fá sent nýtt lykilorð á netfang forráðamanns sem skráð var í Innu þegar sótt var um
skólann. Forráðamaður notar eigin kennitölu.
Gleymt lykilorð
Nemandi sem hefur týnt lykilorði sínu, svo og forrráðamaður nemanda yngri en 18 ára, geta sótt sér lykilorð að Innu. Lykilorðið
er sent á netfangið sem skráð er í Innu.
1. Smellt er á tengilinn "Gleymt lykilorð" til hægri á
innskráningarsíðu Innu, www.inna.is.
2. Kennitalan er slegin inn og MTR valið.
3. Inna sendir sjálfkrafa notendanafn (nota má hvort heldur er
notendanafnið eða kennitöluna) og lykilorð í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Innu.
Lesa meira
16.09.2011
Landgræðsla ríkisins færði Menntaskólanum á Tröllaskaga bókina
Sáðmenn sandanna, Saga landgræðslu á Íslandi 1907-2007 að gjöf í tengslum við Dag íslenskrar náttúru sem er í
dag.
Bókin hlaut verðlaun Félags bókasafns- og upplýsingafræða árið 2007 sem besta fræðibók ársins. Höfundur
bókarinnar er Ólafsfirðingurinn Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur. Hann segir á heimasíðu sinni um æskuárin í Ólafsfirði "Ég ólst upp í Ólafsfirði og
þar byrjaði ég á unglingsárunum að vinna við fiskvinnslu og almenn verkamannastörf hjá sveitarfélaginu. Þá stundaði
ég sjómennsku í tvö sumur. Þetta var góður grunnur og mikilvægur."
Bókin er fengur fyrir skólann og mun nýtast nemendum sem heimild um landgræðslustarfið og auka skilning á mikilvægi verndar og uppbyggingar
jarðvegs og gróðurs. Einnig er hún góður vitnisburður um hæfileika og afrek heimamanns á sviði hugvísinda.
(Mynd af heimasíðu Friðriks)
Lesa meira
16.09.2011
Í ratleik um náttúrulegt umhverfi skólans og miðbæ Ólafsfjarðar tókust nemendur frækilega á við
þungar þrautir. Bæði reyndi á spretthörku til að koma sér á milli staða og kunnáttu í ensku því vísbendingar
voru á því máli. Önnur ferð var tileinkuð fuglaskoðun og ljósmyndun en nemendur ætla að semja sögu og skreyta hana með
myndunum.
Samþætt nám í umhverfisfræði, ljósmyndun, íslensku, ensku og hreyfingu á degi íslenskrar
náttúru. Myndir
Lesa meira
16.09.2011
Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri í Náttúrusetrinu á Húsabakka í Svarfaðardal heimsótti
skólann í vikunni og greindi frá starfinu í setrinu. Hann vonast til þess að það geri fólk að meiri náttúruverndarsinnum
að skoða sýninguna Friðland fuglanna sem opnuð var í vor. Heimsókn í setrið ætti líka að verða til þess að menn gangi
betur um náttúruna eftir en áður.
Lesa meira