04.04.2011
Næsta vetur verður starfsbraut við Menntaskólann á Tröllaskaga. Harpa Jörundardóttir sem verið hefur námsráðgjafi tók að
sér að skipuleggja þá braut og í staðinn var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir ráðin náms- og starfsráðgjafi við
skólann.
Lesa meira
29.03.2011
Nú stendur yfir forinnritun grunnskólanema í framhaldsskóla. Sótt er um á <a href="http://www.menntagatt.is/">Menntagátt til 1. apríl.
Við hvetjum grunnskólanemendur til þess að velja skóla á tímanum og hlökkum til að fá þá sem sækja um hjá okkur.
Lesa meira
18.03.2011
Nú um helgina verður
"ofurmáni" á himni sem þýðir að tunglið verður óvenju nærri jörðu sjá nánar í frétt Morgunblaðsins. Lára skólameistari myndaði mánann í gærkvöldi og var
töluvert auðveldara að mynda hann en venulega.
Stærri útgáfu má finna hér.
Lesa meira
18.03.2011
Mánudaginn 21. mars 2011 er vorannarfrí, vonum við að nemendur njóti langrar helgar. Við hvetjum ykkur sem fyrr til að ljúka verkefnum fyrir helgi
þannig að þið getið notið helgarinnar vel.
Lesa meira
14.03.2011
Í dag voru brautalýsingar uppfærðar og betur upp talið hvaða áföngum nemendur þurfa að ljúka. Eru nemendur hvattir til að skoða
sína braut vel undir valkostinum - Námið
Lesa meira
10.03.2011
Ýmsar furðuverur heimsóttu skólann í gær og sungu fyrir nammi.
Að sjálfsögðu voru þær myndaðar og hér eru myndir af þeim.
Lesa meira
09.03.2011
Námsval fyrir haustönn 2011 hefst 16. mars (ath. breytingu) og verður kynnt í fundartímanum kl. 10:35 í stofum 1 og 2. Nemendur frá A til Hörpu
Hrannar mæta í stofu 1 og Heiðrún til Ö mæta í stofu 2. Þar verður farið yfir þessi mál ásamt fleiru. Síðan geta
nemendur leitað til umsjónarkennara sinna með valið.
Hér eru þeir áfangar sem verða í boði en það fer síðan eftir því hversu margir velja hvern áfanga hvort hann
verður kenndur.
Lesa meira
09.02.2011
Kjördæmavika Alþingis er okkur kærkomin því enn koma góðir gestir.
Í dag kom Tryggvi Herbertsson alþingismaður og með honum Guðmundur Skarphéðinsson þaulreyndur sveitarstjórnarmaður úr Fjallabyggð.
Þeir kynntu sér skólastarfið og ræddu við starfsmenn og nemendur.
Lesa meira
09.02.2011
Þingmenn Samfylkingarinnar komu í heimsókn í skólann í gær.
Ræddu þau við nemendur og starfsfólk, kynntu sér skólann og umhverfið. Þetta voru þau Jónína Rós Guðmundsdóttir,
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kristján L. Möller.
Lesa meira
09.02.2011
Góðir gestir þau Þuríður Bachman og Björn Valur Gíslason komu í skólann í gær.
Þau gáfu sér góðan tíma til að ræða við starfsmenn, skoða verkefni nemenda og setja sig vel inn í þau verkefni sem að
okkur snúa.
Lesa meira