Fréttir

Val fyrir vorönn 2011

Dagana 19. október til 2. nóvember standa yfir valdagar fyrir vorönn. Þá geta nemendur valið sér nám fyrir vorönn úr þeim áföngum sem eru til boða (sjá neðar). Nemendur sem ekki velja sér nám geta ekki treyst því að þeir hafi námsvist á vorönn. 
Lesa meira

Úrsögn úr áföngum

Nemendur gátu sagt sig úr áföngum og breytt um áfanga fyrsta mánuðinn í skólanum. Eftir það er ekki hægt að segja sig úr áföngum. Við höfum leiðsagnarmat sem þýðir símat alla önnina og nú um miðja önn eru nemendur búnir að móta heilmikið af einkunn sinni fyrir önnina.  Ekki er hægt að segja sig úr áfanga núna og ljúka nemendur þeim áföngum sem þeir eru skráðir í með þá einkunn sem mótast yfir alla önnina. Hætti þeir núna fá þeir einkunn fyrir áfanga í samræmi við vinnuframlag og vægi verkefna sem lokið er.
Lesa meira

Miðannarvika / miðannarmat

Næsta vika er miðannarvika sem þýðir að nemendur í lotuáföngum sem þessa önnina eru listljósmyndun og verkefnaáfangi sem kallaður er "miðannaráfangi" mæta allan daginn frá 8:20 - 15:20. Fyrir hvern klukkutíma sem nemendur vantar þessa dagana er gefin fjarvist líkt og í aðrar kennslustundir. –Aðrir nemendur mæta ekki í kennslu þessa viku þar sem kennarar vinna að miðannarmati. Mánudaginn 18. október liggur miðannareinkunn fyrir og þá sjá nemendur hvar þeir standa þegar um helmingi náms á haustönn er lokið. 
Lesa meira

Foreldrafundur þriðjudaginn 19. október kl. 20:00

Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda skólans gefst kostur á að mæta á fund, kynnast skólastarfinu og ræða við starfsmenn. Einnig þarf að stofna foreldrafélag við skólann sem gert verður á þessum fundi. Ef einhverjar sérstakar spurningar eru hjá foreldrum er ágætt að senda póst á mtr@mtr.is þannig að hægt sé að svara því sérstaklega á fundinum.
Lesa meira

Bókagjöf: Flora Islandica

Svavar Guðni Gunnarsson kom í gær og færði skólanum Flora Islandica að gjöf frá sér og börnum sínum í minningu um eiginkonu sína, Gerði Sigurðardóttur (1929-1999) frá Árgerði á Kleifum. Gerður nam við Húsmæðraskólann á Löngumýri og síðar Kennaraskólann þaðan sem hún útskrifaðist sem handavinnukennari.  Flora Islandica sem er eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, er gríðarlegt listaverk en Eggert er einn kunnasti samtímalistamaður okkar og þekktur fyrir málverk sín af blómum. Gefin voru út af Crymogea 500 tölusett eintök í sérsmíðuðum hlífðarkassa úr línklæddum krossviði.  
Lesa meira

Ráðstefna hjá kennurum

Föstudaginn 1. október fara kennarar skólans á ráðstefnu um menntamál á Akureyri, þar af leiðandi verður frí í skólanum þennan dag.
Lesa meira

Aðgangur foreldra að Innu

Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgang að Innu. Þeir sækja sér lykilorð  á www.inna.is í gegnum "gleymt lykilorð" (sjá lýsingu hér að neðan) og fá sent nýtt lykilorð á netfang forráðamanns sem skráð var í Innu þegar sótt var um skólann. Forráðamaður notar eigin kennitölu. Gleymt lykilorð Nemandi sem hefur týnt lykilorði sínu, svo og forrráðamaður nemanda yngri en 18 ára, geta sótt sér lykilorð að Innu. Lykilorðið er sent á netfangið sem skráð er í Innu. 1. Smellt er á tengilinn "Gleymt lykilorð" til hægri á innskráningarsíðu Innu, www.inna.is. 2. Kennitalan er slegin inn og MTR valið. 3. Inna sendir sjálfkrafa notendanafn (nota má hvort heldur er notendanafnið eða kennitöluna) og lykilorð í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Innu.
Lesa meira

Akstur til 2. október

Nú er akstur hafinn fyrir grunnskólann og hefur verið gerð ný akstursáætlun fram að gangaopnun og er áætlunin eftirfarandi:   Frá Siglufirði Frá Ólafsfirði mánudagur 7:45 8:20   15:30 16:00 þriðjudagur 7:45 8:20   15:30 16:00 miðvikudagur 7:45 8:20   15:30 16:00 fimmtudagur 7:45 8:20   15:30 16:00 föstudagur 7:45 8:20   15:30 16:00 Við látum vita ef það verða breytingar á þessu.
Lesa meira

Undirritun samnings

Undirritaður hefur verið samningur við Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar um heilbrigðisþjónustu fyri rnemendur skólans. Af því tilefni komu Konráð Karl Baldvinsson forstjóri, Valþór Stefánsson, framkvæmdastjóri lækninga og reksturs ásamt Önnu Gilsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar. Með þeim á myndinni eru Lára Stefánsdóttir skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari.  
Lesa meira

Nýnemadagur

Í dag er nýnemadagur í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Í þetta sinn eru allir nemendur skólans nýnemar þannig að við gerum ráð fyrir skemmtilegum degi með fjöri og uppákomum. Nemendafélagið skipuleggur daginn af miklum dugnaði en undirbúningur hefur staðið frá skólabyrjun.  Myndir 
Lesa meira