Fréttir

Fiann Paul í heimsókn

Nemendur á listabraut nutu frásagna ljósmyndarans af aðferðum sínum og vinnu með frumbyggjum á norðurslóðum. Á bátahúsi Síldarminjasafnsins er sýning á myndum sem Fiann Paul tók á Grænlandi en hann hefur líka myndað konur á Vestfjörðum við brjóstagjöf. Fiann er afreksmaður í róðri og hefur keppt fyrir Íslands hönd.
Lesa meira

Söfn eru óformlegar menntastofnanir

Íris Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols á Dalvík, var gestur í Tröllaskagaáfanga. Frásögn hennar af kjól sem hún forvarði vakti mesta athygli nemenda. Kjóllinn var gerður af góðum efnum fyrir um 150 árum. Hann er til sýnis í safninu og þar er saga forvörslu hans rakin.
Lesa meira

Við Tröllaskaga ?

Já, það er vel varðveitt leyndarmál að í Ólafsfirði eru ágætar aðstæður til að renna sér á brimbretti. Óliver Hilmarsson, kennari á  náttúruvísindabraut náði góðri öldu á föstudaginn.
Lesa meira

Örlygur gestur í Tröllaskagaáfanga.

Örlygur Kristfinnsson í Síldarminjasafni Íslands greindi nemendum frá því hvernig hugmyndin að safninu varð að veruleika. Hann lýsti líka framtíðarsýn safnsins í fróðlegum fyrirlestri. Hann reiknar með að gestir Síldarminjasafnsins verði um tuttugu þúsund í ár en í fyrra voru þeir um tólf þúsund.  Myndir  
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn

Minnum á kynningarfund fyrir foreldra og forráðamenn sem haldinn verður í skólanum fimmtudaginn 8. september kl. 20:00.      Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda skólans gefst þar kostur á að kynnast skólastarfinu og ræða við starfsmenn. Þá verður kosin stjórn foreldrafélags skólans sem stofnað var s.l. vetur.     Lög Foreldrafélags MTR
Lesa meira

Fyrsta djammið ...

Í morgun komu nokkrir nemendur og kennari þeirra saman með hljóðfærin og tóku létt djamm. Þetta verður héðan í frá fastur liður í fundatímanum á miðvikudögum, frá 10:50 til 11:50. Vonandi til gleði og andlegrar upplyftingar fyrir spilamenn og þá sem heyra tónana. Meira af myndum hér
Lesa meira

Heimsókn í skólann

Nemendur MTR fylgjast með frásögn Hjartar Ágústssonar hjá “Evrópu unga fólksins”. Hægt er að sækja um styrki til margvíslegra verkefna svo sem ungmennaskipta, frumkvæðisverkefna og sjálfboðaliðastarfa. Sextíu og þrjú verkefni sem íslensk ungmenni unnu ein eða í samstarfi við aðra hlutu styrk í fyrra.
Lesa meira

Boltaíþróttir 01.09.2011

Myndir  Og myndir úr myndlistastofu hér
Lesa meira

Að grípa tækifærið …

Veðurblíðan gaf nemendahópi í íslensku og kennara þeirra færi á að njóta útivistar samhliða því að læra. Kennslustundin var flutt suður fyrir vegg og allir náðu fullri einbeitingu. Myndir
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn

Kynningarfundi fyrir foreldra og forráðamenn, sem fyrirhugaður var á morgun, fimmtudag, er frestað um viku. Hann verður því haldinn í skólanum fimmtudaginn 8. september kl. 20:00.      Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda skólans gefst þar kostur á að kynnast skólastarfinu og ræða við starfsmenn. Þá verður kosin stjórn foreldrafélags skólans sem stofnað var s.l. vetur.    Lög Foreldrafélags MTR
Lesa meira