09.03.2011
Námsval fyrir haustönn 2011 hefst 16. mars (ath. breytingu) og verður kynnt í fundartímanum kl. 10:35 í stofum 1 og 2. Nemendur frá A til Hörpu
Hrannar mæta í stofu 1 og Heiðrún til Ö mæta í stofu 2. Þar verður farið yfir þessi mál ásamt fleiru. Síðan geta
nemendur leitað til umsjónarkennara sinna með valið.
Hér eru þeir áfangar sem verða í boði en það fer síðan eftir því hversu margir velja hvern áfanga hvort hann
verður kenndur.
Lesa meira
09.02.2011
Kjördæmavika Alþingis er okkur kærkomin því enn koma góðir gestir.
Í dag kom Tryggvi Herbertsson alþingismaður og með honum Guðmundur Skarphéðinsson þaulreyndur sveitarstjórnarmaður úr Fjallabyggð.
Þeir kynntu sér skólastarfið og ræddu við starfsmenn og nemendur.
Lesa meira
09.02.2011
Þingmenn Samfylkingarinnar komu í heimsókn í skólann í gær.
Ræddu þau við nemendur og starfsfólk, kynntu sér skólann og umhverfið. Þetta voru þau Jónína Rós Guðmundsdóttir,
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kristján L. Möller.
Lesa meira
09.02.2011
Góðir gestir þau Þuríður Bachman og Björn Valur Gíslason komu í skólann í gær.
Þau gáfu sér góðan tíma til að ræða við starfsmenn, skoða verkefni nemenda og setja sig vel inn í þau verkefni sem að
okkur snúa.
Lesa meira
31.01.2011
Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Þorsteinn Broddason verkefnisstjóri Impru á Sauðárkróki komu í heimsókn. Voru þeir að skoða hugsanlegt samstarf milli skólanna sem og
milli MTR og FabLabsem staðsett er í Impru á Sauðárkróki. Brugðið vará
leik í stúdíói skólans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. (Sjá myndir stærri)
Lesa meira
26.01.2011
Í dag eru nemendur úr grunnskóla Dalvíkurbyggðar í heimsókn í skólanum. Þetta er 10. bekkur sem er að skoða hvort
Menntaskólinn á Tröllaskaga er með nám sem hentar þeim. Þau fara í kennslustundir og fá síðan kynningu á
nemendafélaginu og skólanum. Við bjóðum þau velkomin!
Lesa meira
17.01.2011
Nú á vorönn býður skólinn upp á áfanga
ÍÞÞ2A03 sem gefur nemendum tækifæri til að stunda sína íþróttaiðkun af meiri krafti. Áfanginn hentar nemendum sem
eru í a) Afreksþjálfun, það er nemandi sem er í landsliðsúrtaki og hefur klár framtíðarmarkmið í sinni
íþróttagrein, b) Íþróttaþjálfun, það er nemandi sem er í skipulagðri markvissri íþrótta- og
keppnisþjálfun undir handleiðslu menntaðs þjálfara og c) Heilsuræktarþjálfun, það er nemandi sem er að stunda markvissa,
skipulagða heilsurækt. Þeir sem hafa áhuga er hvattir til að skrá sig í áfangann hjá áfangastjóra en nánari
upplýsingar veitir Óskar (oskar@mtr.is).
Lesa meira
11.01.2011
Ný aksturstafla hefur tekið gildi frá deginum í dag og er á
vef Fjallabyggðar
Við óskum bara eftir ferðum við upphaf og lok kennsludags sem er:
7:50 Siglufjörður - Ólafsfjörður
16:30 Ólafsfjörður - Siglufjörður, mánudag til fimmtudags
14:10 Ólafsfjörður - Siglufjörður, föstudaga
Skipulag rútuferða er alfarið í höndum Fjallabyggðar.
Lesa meira
11.01.2011
Miðvikudaginn 19. janúar kl. 18:00 verður haldinn kynningar- og
upplýsingafundur fyrir foreldra nemenda við Menntaskólann á Tröllaskaga. Um leið verður stofnfundur foreldrafélags skólans.
Vonumst til að sjá sem flesta á þessum fundi.
Bestu kveðjur,
Lára Stefánsdóttir
skólameistari
Lesa meira
07.01.2011
Mokstursmenn segja glórulaust veður í Héðinsfirði og ferð frá Siglufirði fellur því niður. Við höfum því
tekið þá ákvörðun að staðbundnar kennslustundir í skólahúsnæðinu falli niður í dag. Nemendur þurfa engu að
síður að skila öllum verkefnum sem eru í Moodle innan upphaflegra tímamarka. Ef nemendur eru í vandræðum með verkefnin eru þeir
beðnir að koma þeim á framfæri inn í Moodle.
Nemendur eru því beðnir að stunda nám sitt heima í dag.
Lesa meira