23.12.2010
Sparisjóðirnir í Fjallabyggð bæði Siglufirði og Ólafsfirði
færðu skólanum gríðarlega falleg málverk að gjöf vegna stofnunar skólans. Annað verkið er eftir Garúnu sem búsett er í
Ólafsfirði og rekur þar fallegt gallerý en hitt eftir Bergþór Morthens bæjarlistamann Fjallabyggðar. Verðmæti gjafarinnar er 500.000 sem er
gríðarlega veglegt framlag sparisjóðanna sem við erum afar þakklát fyrir.
Verk Garúnar er nú í anddyri skólans en það er verkið vinstra megin á myndinni en verk Bergþórs er í vinnurými sem
kallað er Syðsta og blasir við úr anddyri skólans. Lára Stefánsdóttir skólameistari tók á móti
þessari veglegu gjöf frá Helga Jóhannssyni hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar.
Lesa meira
18.12.2010
Í dag 18. desember var fyrsti stúdentinn Gabríel Reynisson útskrifaður frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Athöfnin fór fram í Ólafsfjarðarkirkju sem skapaði athöfninni fallegt umhverfi.
Lesa meira
16.12.2010
Á laugardaginn 18. desember verður fyrsti stúdent skólans útskrifaður. Útskriftin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 14:00. Allir eru
velkomnir.
Lesa meira
16.12.2010
Alls sóttu 21 um skólavist á vorönn en því miður var ekki hægt að taka alla nemendur inn þar sem flestir námshópar eru
orðnir yfirfullir. Þessi mikli fjöldi kom okkur ánægjulega á óvart en flestir koma úr Siglufirði, þá Ólafsfirði en nokkrir
koma annars staðar frá. Það verða því 86 nemendur sem hefja nám á vorönn 2011.
Lesa meira
10.12.2010
Nemendur skólans settu upp sýningu í sýningarsal Fjallabyggðar í Ráðhúsinu í
Siglufirði og stóð sýningin yfir á meðan á listgöngunni stóð. Fjölmargir skoðuðu verk nemenda enda virkilega skemmtileg verk og
mikil vinna á bak við þau.
Guðný Ágústsdóttir nemandi skólans tók
myndir á sýningunni sem má skoða hér.
Lesa meira
10.12.2010
Nemendur skipulögðu og héldu styrktartónleika fyrir Barnaspítala Hringsins og söfnuðu 347.000
krónum. Þetta var mikið verk sem þau völdu sér í námi sínu og einstaklega vel heppnað.
Hér má sjá myndir frá viðburðinum sem
Gísli Kristinsson tók.
Lesa meira
07.12.2010
Í dag stóð hópur nemenda í Menntaskólanum á
Tröllaskaga fyrir innanhúsmóti í fótbolta fyrir unglingadeild Grunnskóla Fjallabyggðar. Mótið er
verkefni í sprotaáfanga þar sem nemendur vinna eigin verkefni, alveg frá hugmynd til
lokaframkvæmdar.
Það er óhætt að segja að mótið hafi gengið vel og vakið lukku meðal unglinganna. Mikið kapp var í liðunum og
réðust úrslit í verðlaunasætum ekki fyrr en eftir bráðabana.
Hér er hægt að skoða myndir sem Inga
Eiríksdóttir tók á mótinu.
Lesa meira
03.12.2010
Þriðjudaginn 7. desember verð Jólatónleikar á vegum nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga til styrktar Barnaspítalasjóði
Hringsins
Tónleikarnir eru verkefni hóps nemenda í svokölluðum Miðannaráfanga við Menntaskólann á Tröllaskaga.
Í áfanganum vinna nemendur eigin verkefni, alveg frá hugmynd til lokaframkvæmdar.
Verkefnin hafa verið af ýmsum toga og hefur hugmyndaflug nemenda ráðið för. Auk skipulagningar jólatónleikanna, hefur verið haldinn
flóamarkaður og LAN-mót. Haldið verður innanhússmót í fótbolta fyrir unglinga n.k. þriðjudag, gefa á út
uppskriftabæklinga á netinu og gera á viðhorfskönnun hjá eldri grunnskólanemendum um sameiningu skólanna. Einnig er hópur að
skoða markaðsmöguleika fyrir hestaleigu á svæðinu svo eitthvað sé nefnt.
Áfanginn hefur einmitt miðað að því að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa,
framkvæma og þróa eigin hugmyndir.
Lesa meira
01.12.2010
Greiðsluseðlar fyrir efnisgjöld á haustönn fóru út fyrir stuttu, allt of seint að okkar mati en annir hafa verið miklar við að koma
skólanum í gang. Við viljum biðjast velvirðingar á því en efnisgjöldin eru sem hér segir:
Inngangur að listum 2.000.-
Listljósmyndun 2.000.-
Myndlist 4.000.-
Gjöldin verða innheimt fyrr á vorönn.
Lesa meira
25.11.2010
Samkvæmt heimasíðu Fjallabyggðar verður breytt fyrirkomulag á skóla- og frístundaakstri frá 30. nóvember og fram að
áramótum
Hér má sjá breytta
aksturstöflu fyrir 30. nóvember til 5. desember.
Lesa meira