Fótboltamót fyrir unglingana í Fjallabyggð

Í dag stóð hópur nemenda í Menntaskólanum á Tröllaskaga fyrir innanhúsmóti í fótbolta fyrir unglingadeild Grunnskóla Fjallabyggðar. Mótið er verkefni í sprotaáfanga þar sem nemendur vinna eigin verkefni, alveg frá hugmynd til lokaframkvæmdar. Það er óhætt að segja að mótið hafi gengið vel og vakið lukku meðal unglinganna.  Mikið kapp var í liðunum og réðust úrslit í verðlaunasætum ekki fyrr en eftir bráðabana. Hér er hægt að skoða myndir sem Inga Eiríksdóttir tók á mótinu. Í dag stóð hópur nemenda í Menntaskólanum á Tröllaskaga fyrir innanhúsmóti í fótbolta fyrir unglingadeild Grunnskóla Fjallabyggðar. Mótið er verkefni í sprotaáfanga þar sem nemendur vinna eigin verkefni, alveg frá hugmynd til lokaframkvæmdar. Það er óhætt að segja að mótið hafi gengið vel og vakið lukku meðal unglinganna.  Mikið kapp var í liðunum og réðust úrslit í verðlaunasætum ekki fyrr en eftir bráðabana. Hér er hægt að skoða myndir sem Inga Eiríksdóttir tók á mótinu.