07.10.2010
Svavar Guðni Gunnarsson kom í gær og færði skólanum Flora Islandica að gjöf
frá sér og börnum sínum í minningu um eiginkonu sína, Gerði Sigurðardóttur (1929-1999) frá Árgerði á Kleifum.
Gerður nam við Húsmæðraskólann á Löngumýri og síðar Kennaraskólann þaðan sem hún útskrifaðist sem
handavinnukennari.
Flora Islandica sem er eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, er gríðarlegt listaverk en Eggert er einn kunnasti samtímalistamaður okkar og
þekktur fyrir málverk sín af blómum. Gefin voru út af Crymogea 500 tölusett eintök í sérsmíðuðum
hlífðarkassa úr línklæddum krossviði.
Lesa meira
30.09.2010
Föstudaginn 1. október fara kennarar skólans á ráðstefnu um menntamál á Akureyri, þar af leiðandi verður frí í
skólanum þennan dag.
Lesa meira
21.09.2010
Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgang að Innu. Þeir sækja sér lykilorð á www.inna.is í gegnum "gleymt
lykilorð" (sjá lýsingu hér að neðan) og fá sent nýtt lykilorð á netfang forráðamanns sem skráð var í Innu
þegar sótt var um skólann. Forráðamaður notar eigin kennitölu.
Gleymt lykilorð
Nemandi sem hefur týnt lykilorði sínu, svo og forrráðamaður nemanda yngri en 18 ára, geta sótt sér lykilorð að Innu. Lykilorðið
er sent á netfangið sem skráð er í Innu.
1. Smellt er á tengilinn "Gleymt lykilorð" til hægri á innskráningarsíðu Innu, www.inna.is.
2. Kennitalan er slegin inn og MTR valið.
3. Inna sendir sjálfkrafa notendanafn (nota má hvort heldur er notendanafnið eða kennitöluna) og lykilorð í tölvupósti á það
netfang sem skráð er í Innu.
Lesa meira
15.09.2010
Nú er akstur hafinn fyrir grunnskólann og hefur verið gerð ný akstursáætlun fram að gangaopnun og er áætlunin eftirfarandi:
Frá
Siglufirði
Frá
Ólafsfirði
mánudagur
7:45
8:20
15:30
16:00
þriðjudagur
7:45
8:20
15:30
16:00
miðvikudagur
7:45
8:20
15:30
16:00
fimmtudagur
7:45
8:20
15:30
16:00
föstudagur
7:45
8:20
15:30
16:00
Við látum vita ef það verða breytingar á þessu.
Lesa meira
03.09.2010
Undirritaður hefur verið samningur við
Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar um heilbrigðisþjónustu fyri rnemendur skólans. Af því tilefni komu Konráð Karl Baldvinsson forstjóri,
Valþór Stefánsson, framkvæmdastjóri lækninga og reksturs ásamt Önnu Gilsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar. Með
þeim á myndinni eru Lára Stefánsdóttir skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir
aðstoðarskólameistari.
Lesa meira
02.09.2010
Í dag er nýnemadagur í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Í þetta sinn eru allir nemendur skólans nýnemar þannig að við
gerum ráð fyrir skemmtilegum degi með fjöri og uppákomum. Nemendafélagið skipuleggur daginn af miklum dugnaði en undirbúningur hefur staðið
frá skólabyrjun. Myndir
Lesa meira
31.08.2010
Í dag er umfjöllun um Menntaskólann á Tröllaskaga í Fréttablaðinu sem má lesa á pdf formi á Netinu.
Lesa meira
26.08.2010
Malbikun hefst á mánudag í Héðinsfjarðargöngum og leggur rútan af stað frá Siglufirði kl. 7:30 á meðan á
því stendur sem reiknað er með að verði um hálfur mánuður. Síðdegisferðin verður um Lágheiði og leggur af stað
frá Ólafsfirði kl. 15:30 á mánudag en síðan verða ferðir skoðaðar í samhengi við stundatöflu nemenda.
Við viljum nota tækifærið og þakka fyrir hversu mikið nemendur fá að fara um göngin sem hefur verið meira en við reiknuðum með og
gert ferðirnar auðveldari. Sérstaklega hjálpar til að önnur ferðin getur verið um göngin á meðan á malbikunartíma
stendur.
Til gamans má geta þess að reiknað er með að malbika um 600 metra á dag en tvö lög eru lögð af malbiki í göngin.
Lesa meira
23.08.2010
Fyrsti skóladagur gekk afar vel, nemendur voru áhugasamir og duglegir við að koma sér inn í tölvukerfin sem þau þurfa að nota í
námi sínu og kynnast verkefnunum framundan.
Lesa meira
20.08.2010
Fjallabyggð hyggst hefja skólaakstur/áætlunarferðir á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar 1. september n.k.
Búið er að bjóða aksturinn út og verið er að skoða þau tilboð sem bárust.
Fjallabyggð hyggst hinsvegar koma til móts við nemendur menntaskólans fram að þeim tíma með ferðum til
skólans að morgni og heim að skóla loknum. Eftir á að taka ákvörðun um verðlag á þessa þjónustu almennt (fyrir aðra
farþega en grunnskólanema) og því er ekki hægt að gefa upp kostnað.
Fyrsta ferðinn verður farinn að kl. 7:45 mánudaginn 23. ágúst frá Torginu.
Lesa meira