Svavar Guðni Gunnarsson kom í gær og færði skólanum Flora Islandica að gjöf
frá sér og börnum sínum í minningu um eiginkonu sína, Gerði Sigurðardóttur (1929-1999) frá Árgerði á Kleifum.
Gerður nam við Húsmæðraskólann á Löngumýri og síðar Kennaraskólann þaðan sem hún útskrifaðist sem
handavinnukennari.
Flora Islandica sem er eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, er gríðarlegt listaverk en Eggert er einn kunnasti samtímalistamaður okkar og
þekktur fyrir málverk sín af blómum. Gefin voru út af Crymogea 500 tölusett eintök í sérsmíðuðum
hlífðarkassa úr línklæddum krossviði.
Svavar Guðni Gunnarsson kom í gær og færði skólanum Flora Islandica að gjöf
frá sér og börnum sínum í minningu um eiginkonu sína, Gerði Sigurðardóttur (1929-1999) frá Árgerði á Kleifum.
Gerður nam við Húsmæðraskólann á Löngumýri og síðar Kennaraskólann þaðan sem hún útskrifaðist sem
handavinnukennari.
Flora Islandica sem er eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, er gríðarlegt listaverk en Eggert er einn kunnasti samtímalistamaður okkar og
þekktur fyrir málverk sín af blómum. Gefin voru út af Crymogea 500 tölusett eintök í sérsmíðuðum
hlífðarkassa úr línklæddum krossviði.
Svavar og Gerður eignuðust fjögur börn, þau Sigurð f. 1954, Gunnar Þór f. 1956, Kristlaugu Þórhildi f. 1960 og Ara f. 1964. Gerður
hóf störf sem kennari í Lundarskóla á Akureyri við stofnun hans og starfaði þar eins lengi og starfskraftar hennar leyfðu. Hún hafði
einlægan áhuga á menntun og á fullorðinsaldri lauk hún stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og innritaðist í
Háskólann á Akureyri.
Okkur í Menntaskólanum á Tröllaskaga er mikill fengur að bókinni, bæði vegna kennslu í náttúruvísindum sem og listum,
þar sem verkin í bókinni eru einstök í sinni röð. Fyrir nýjan skóla eru bækur mikilvægar enda tekur töluverðan tíma
að byggja upp öflugt bókasafn sem styður við nám nemenda og fræðimennsku kennara. Sá hlýhugur sem Svavar Guðni og börn hans sýna
skólanum er einstakur og erum við afar þakklát fyrir og munum varðveita minningu um lífstarf Gerðar Sigurðardóttur frá Árgerði
á Kleifum í þessari miklu gjöf.