Fyrsti skóladagur

Fyrsti skóladagur gekk afar vel, nemendur voru áhugasamir og duglegir við að koma sér inn í tölvukerfin sem þau þurfa að nota í námi sínu og kynnast verkefnunum framundan.  Fyrsti skóladagur gekk afar vel, nemendur voru áhugasamir og duglegir við að koma sér inn í tölvukerfin sem þau þurfa að nota í námi sínu og kynnast verkefnunum framundan. 

Sumir hafa áhuga á að breyta um áfanga sem eru í töflu hjá þeim. Þeir þurfa fyrst að líta á síðu um áfanga í boði undir flipanum námið og fara síðan og ræða við Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur aðstoðarskólameistara um hvort mögulegt sé að breyta. Einungis er hægt að breyta töflu í þessari viku.

Ekki er vitað á þessari stundu hvort hægt sé að hafa heimferð með rútu til Siglufjarðar eins og gert er ráð fyrir síðar þar sem semja þarf við Háfell um ferð um göngin og auðveldast að komast í kaffihléi starfsmanna. Eru nemendur beðnir að fylgjast vel með upplýsingum um ferðir.

Við viljum nota tækifærið og þakka nemendum frábæran dag