Fréttir

Töflubreytingar

Flestir námshópar eru yfirfullir og því mjög erfitt um vik við töflubreytingar. Því viljum við biðja ykkur að forðast það í lengstu lög. Ef þið teljið að hjá því verði ekki komist sækið um breytinguna í afgreiðslunni en EKKI fara til áfangastjóra þar sem líklegasta leiðin er sú að ef einhver sækir um að fara úr námshóp að það sé leið inn í hann svo það þarf að hafa yfirlit yfir breytingaróskirnar. Nemendur þurfa að hafa lokið Inngangi að listum sem er á 1. þrepi til að geta tekið áfanga í myndlist og ljósmyndun. Leyft er að taka áfangana samhliða. Á sama hátt þurfa nemendur að hafa lokið Inngangi að Félagsvísindum IFÉ1A05 til að fara í framhaldsgreinar á því sviði og INÁ1A05 til að fara í framhald í náttúruvísindagreinum. Að öðru leyti er þrep undanfari þreps þannig að það er sama hvort DAN2B05 kemur á undan DAN2A05 eða ÍSL2B05 á undan ÍSL2A05 og svo framvegis.
Lesa meira

Aðgangur foreldra að Innu og gleymd lykilorð

Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgang að Innu. Þeir sækja sér lykilorð  á www.inna.is í gegnum "gleymt lykilorð" (sjá lýsingu hér að neðan) og fá sent nýtt lykilorð á netfang forráðamanns sem skráð var í Innu þegar sótt var um skólann. Forráðamaður notar eigin kennitölu.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár 2011

Við óskum öllum nær og fjær gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir einstakan hlýhug, stuðning og samvinnu íbúa Fjallabyggðar við skólann á stofnári sínu 2010. Við hlökkum til að sjá eldri nemendur og nýja á næstu önn. Starfsfólk Menntaskólans á Tröllaskaga 
Lesa meira

Fyrsti kennsludagur 6. janúar

Fyrsti kennsludagur vorannar 2011 er þann 6. janúar en þá mæta nemendur skv. stundatöflu sem er aðgengileg í Innu.  Nýnemar mæta þann dag kl. 13:45 í Hæring til að fara yfir þau atriði sem nýnemum eru gagnleg.
Lesa meira

Gjöf frá sparisjóðunum í Fjallabyggð

Sparisjóðirnir í Fjallabyggð bæði Siglufirði og Ólafsfirði færðu skólanum gríðarlega falleg málverk að gjöf vegna stofnunar skólans. Annað verkið er eftir Garúnu sem búsett er í Ólafsfirði og rekur þar fallegt gallerý en hitt eftir Bergþór Morthens bæjarlistamann Fjallabyggðar. Verðmæti gjafarinnar er 500.000 sem er gríðarlega veglegt framlag sparisjóðanna sem við erum afar þakklát fyrir.  Verk Garúnar er nú í anddyri skólans en það er verkið vinstra megin á myndinni en verk Bergþórs er í vinnurými sem kallað er Syðsta og blasir við úr anddyri skólans.  Lára Stefánsdóttir skólameistari tók á móti þessari veglegu gjöf frá Helga Jóhannssyni hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar.
Lesa meira

Fyrsti stúdentinn útskrifaður

Í dag 18. desember var fyrsti stúdentinn Gabríel Reynisson útskrifaður frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Athöfnin fór fram í Ólafsfjarðarkirkju sem skapaði athöfninni fallegt umhverfi. 
Lesa meira

Útskrift haustið 2010

Á laugardaginn 18. desember verður fyrsti stúdent skólans útskrifaður. Útskriftin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 14:00. Allir eru velkomnir.
Lesa meira

Fjölmargar umsóknir fyrir vorönn

Alls sóttu 21 um skólavist á vorönn en því miður var ekki hægt að taka alla nemendur inn þar sem flestir námshópar eru orðnir yfirfullir. Þessi mikli fjöldi kom okkur ánægjulega á óvart en flestir koma úr Siglufirði, þá Ólafsfirði en nokkrir koma annars staðar frá. Það verða því 86 nemendur sem hefja nám á vorönn 2011.
Lesa meira

Listsýning nemenda

Nemendur skólans settu upp sýningu í sýningarsal Fjallabyggðar í Ráðhúsinu í Siglufirði og stóð sýningin yfir á meðan á listgöngunni stóð. Fjölmargir skoðuðu verk nemenda enda virkilega skemmtileg verk og mikil vinna á bak við þau.  Guðný Ágústsdóttir nemandi skólans tók myndir á sýningunni sem má skoða hér.
Lesa meira

Styrktartónleikar nemenda

Nemendur skipulögðu og héldu styrktartónleika fyrir Barnaspítala Hringsins og söfnuðu 347.000 krónum. Þetta var mikið verk sem þau völdu sér í námi sínu og einstaklega vel heppnað.  Hér má sjá myndir frá viðburðinum sem Gísli Kristinsson tók.
Lesa meira