28.10.2011
Tveir nemendur MTR, Gísli Hvanndal Jakobsson og Sigurlína Káradóttir, hafa hannað grunnáfanga í kvikmyndagerð og
verður hann kenndur á vorönn ef næg þátttaka fæst. BÍÓ-áfanginn varð til sem verkefni í Tröllaskagaáfanganum og
þróaðist þar frá fyrstu hugmynd þar til námslýsing lá fyrir og kennari hafði fundist.
Nemendur eru minntir á að ganga frá skráningu sinni á vorönn sem fyrst. Síðasti dagur til að skrá sig er 1.
nóvember.
Lesa meira
28.10.2011
Golf var meðal þeirra íþrótta sem nemendur gátu kynnst í þemavikunni. Áhugi var mikil enda
kennarinn vanur golfari og nemendum að góðu kunnur Björg Traustadóttir, sem venjulega sér um bókasafn skólans, annast ræstingu og fleira.
Lesa meira
27.10.2011
Róður er einhver allra hollasta íþrótt sem hægt er að stunda. Í þemaviku nutu nokkrir nemendur þess að
róa kajak um spegilslétt Ólafsfjarðarvatnið. Myndir
Lesa meira
26.10.2011
Fátt jafnast á við að svífa á brimbretti eftir brattri öldunni. Í þemaviku notuðu nokkrir nemendur
tækifærið og reyndu þessa skemmtun. Blautbúningar komu í veg fyrir að mönnum yrði kalt og það var sannarlega fjör í
fjörunni. Myndir
Lesa meira
25.10.2011
Innritunartímabil fyrir vorönn 2012 hefst 1. nóvember og lýkur 22. nóvember n.k. Innritun fer fram á Menntagatt.is.
Lesa meira
25.10.2011
Í Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu, FAS, vinna nemendur að því að koma á sjálfbæru og
lýðræðislegu félagslífi. Forystufólk í félagslífi nemenda er á hringferð um landið að kynna sér
félagslíf í framhaldsskólum. Hópurinn kom í MTR og átti meðal annars fund með Lindu og Atla frá Trölla. Linda segir að
þetta hafi verið lærdómsríkar samræður þar sem fulltrúar félaganna hafi skipst á upplýsingum. Fram hafi komið að
félagslíf í FAS sé byggt upp á klúbbastarfi. Gestirnir hafi hrifist mjög af MTR og boðið fulltrúum Trölla að endurgjalda
heimsókina.
Lesa meira
25.10.2011
Valtímabil fyrir vorönn 2012 stendur yfir frá 25. okt.-1. nóv. Hér fylgir listi yfir þá áfanga sem boðið er upp á. Nemendur eru
hvattir til að velja sem fyrst í samráði við umsjónarkennara sína.
Áfangar í boði á vorönn 2012
Lesa meira
21.10.2011
Mikil ánægja hefur ríkt í hljómsveitarbúðum í Tjarnarborg í vikunni. Sex nemendur voru
í búðunum og einbeittu sér að sálarþema. Þeir æfðu meðal annars lögin Little Talks með Monster of Men og Flugvélar sem
Nýdönsk og Björn Jörundur fluttu. Á laugardagskvöld kemur hópurinn fram á Vetrardagsskemmtun í Tjarnarborg og tekur Þjóðveginn
eftir Magnús Eiríksson og One þekkt í flutningi U2. Magnús Ólafsson tónlistarkennari stýrir
hljómsveitarbúðunum. Myndir
Lesa meira
21.10.2011
Þórdís Arna, Greta og Þóranna voru í hópi nemenda sem fengu innsýn í tölvustudda hönnun og
framleiðslu í þemavikunni. Hér eru þær með Val Valssyni, kennara og starfsmanni Nýsköpunarmiðstöðvar á
Sauðárkróki. Meðal þess sem nemendur hönnuðu og framleiddu voru kökudiskar, kertastjaki, fjölskyldutré og ýmsir skrautmunir.
Myndir
Lesa meira
21.10.2011
Starfsbrautarnemendur kynntu sér orkumálin í þemaviku. Á Hjalteyri voru skoðaðar heitavatnsholur og dælustöð en
á Vöglum í Hörgárdal holurnar sem sjá íbúum Akureyrar fyrir köldu vatni. Í stjórnstöðinni við
Þórunnarstræti á Akureyri sáu nemendur hvernig rennsli á heitu og köldu vatni er stjórnað og þáðu veitingar. Árni
Árnasson, véltæknifræðingur tók á móti hópnum og fylgdi honum um athafnasvæði Norðurorku. Myndir
Lesa meira