Fréttir

Óliver hríðtepptur í Skíðadal

Nemendur og kennarar í MTR hafa ekki farið varhluta af óveðri og ófærð í dag. Óliver Hilmarsson, kennari er til dæmis tepptur heima hjá sér í Skíðadal. Það þýðir þó ekki að kennsla falli niður. Hann kennir á Skype og er myndin tekin síðdegis, í tíma í áfanganum “Inngangur að náttúruvísindum”. Óliver situr heima hjá sér í Skíðadal og útskýrir landrekskenninguna í myndum og máli fyrir nemendum í skólastofunni í Ólafsfirði.
Lesa meira

Góðir gestir í kynnisför

Nemendur í 10. bekk Dalvíkurskóla kynntu sér námsframboð og kennslufyrirkomulag í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þetta eru 39 nemendur og komu þeir í tveimur hópum. Gestirnir sýndu námsfyrirkomulaginu mikinn áhuga. Þeim fannst gott að gert væri ráð fyrir að þau væru með fartölvur við námið og að hver vinnuvika væri skipulögð sem sérstök eining og þau sæu á mánudegi hvað ætti að læra þá vikuna, hvaða verkefnum ætti að skila og hvaða próf ætti að taka. Þeim fannst spennandi hvernig námið er brotið upp í þemavikunni.  Þar að auki spurðu þau heilmikið um félagslífið í skólanum og veittu nemendur MTR svör við þeim spurningum.
Lesa meira

Nýjung í þemaviku

Horfur eru á að fyrsti áþreifanlegi afrakstur af samstarfi MTR, FNV og FAS á sviði útivistar og fjallamennsku verði sameiginlegir áfangar í þemaviku. Skólarnir á Höfn, Sauðárkróki og Tröllaskaga hafa samstillt þemaviku sína og verður hún síðustu vikuna í febrúar 2012. Í þessu felst að  sameiginlegir áfangar á sviðið útivistar, til dæmis í vetraríþróttum, klifri eða fjallamennsku verði kenndir við hvern skóla og nemendur úr hinum skólunum tveimur stundi námið í þemavikunni þar. Í framtíðinni er áformað að koma á fót útivistarlínu eða útivistarbraut í samstarfi þessara þriggja skóla.
Lesa meira

Nýjung í þemaviku

Horfur eru á að fyrsti áþreifanlegi afrakstur af samstarfi MTR, FNV og FAS á sviði útivistar og fjallamennsku verði sameiginlegir áfangar í þemaviku. Skólarnir á Höfn, Sauðárkróki og Tröllaskaga hafa samstillt þemaviku sína og verður hún síðustu vikuna í febrúar 2012.
Lesa meira

Enn hægt að fá skólavist

Enn er hægt að innrita sig í skólann fyrir vorönn. Það er gert á menntagatt.is
Lesa meira

Kennsla fellur niður föstudag 25. nóvember

Kennsla fellur niður föstudaginn 25. nóvember vegna jarðarfarar.
Lesa meira

Góðir gestir

Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar komu í heimsókn í Menntaskólann á Tröllaskaga. Gestirnir vildu vita hvað væri kennt í skólanum og hvernig námið færi fram. Farið var í tíma og nemendur menntaskólans sögðu þeim hvernig félagslífið væri og hvernig þeir lærðu. Nemendur sem hyggja á iðnnám sem ekki er í skólanum, vildu vita hvort nám sem lokið væri í MTR væri metið í öðrum skólum þannig að þeir gætu hafið námið hér en haldið áfram á öðrum stað. Svarið við þessu síðasta er skýrt, allt nám sem nemendur hafa lokið í MTR er metið í öðrum framhaldsskólum.
Lesa meira

Aðstoð vegna áfalls

Mikilvægt er í kjölfar þess áfalls sem hefur orðið í Fjallabyggð er að einstaklingar styðji hvern annan og leiti hjálpar. Fjöldahjálparstöð Rauða kross deildar Siglurfjarðar er opin laugardag og sunnudag kl. 14-17.  Bæklingurinn Aðstoð við börn eftir áfall getur verið góð lesning bæði fyrir aðstandendur og nemendur sjálfa. Nemendur eru hvattir til að ræða við starfsmenn skólans ef þeir eiga erfitt með að sitja kennslustund eða einbeita sér að námi vegna atburðanna. Einnig geta þeir leitað til námsráðgjafa sjá viðtalstíma og á heilsugæslustöðinni í Ólafsfirði á Hornbrekku og Siglufirði á sjúkrahúsinu.
Lesa meira

Hver er hitinn í Tjörninni?

Í áfanganum “inngangur að náttúruvísindum” læra starfsbrautarnemar meðal annars að nota mælitæki á borð við hitamæla, vogir og málbönd. Miðvikudaginn 9. nóvember reyndist lofthiti vera 4°, vatnshiti í Tjörninni við Tjarnarborg var 5° en sjávarhiti var 6°. Síðasta mælingin kom nemendum verulega á óvart, þeir höfðu fyrirfram búist við að sjórinn væri bæði kaldari en loftið og vatnið í Tjörninni.
Lesa meira

Framhaldsskólasiðir

Nútíminn verður að fortíð og til að tryggja að menning framhaldsskólanema glatist ekki er hafin á vegum Þjóðminjasafns Íslands söfnun á upplýsingum um líf og starf framhaldsskólanema. Meðal annars er spurt um vígslu nýnema, um dansleiki og félagsstarf og um daglegt líf svo sem hvað gert sé í frímínútum og hvernig sætaskipan sé í kennslustofum. Þjóðminjasafnið óskar eftir liðveislu nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga við þetta verkefni.
Lesa meira