19.09.2011
Forráðamenn nemenda yngri en 18
ára geta fengið aðgang að Innu. Þeir sækja sér lykilorð á www.inna.is í gegnum „gleymt lykilorð“ (sjá
lýsingu hér að neðan) og fá sent nýtt lykilorð á netfang forráðamanns sem skráð var í Innu þegar sótt var um
skólann. Forráðamaður notar eigin kennitölu.
Gleymt lykilorð
Nemandi sem hefur týnt lykilorði sínu, svo og forrráðamaður nemanda yngri en 18 ára, geta sótt sér lykilorð að Innu. Lykilorðið
er sent á netfangið sem skráð er í Innu.
1. Smellt er á tengilinn "Gleymt lykilorð" til hægri á
innskráningarsíðu Innu, www.inna.is.
2. Kennitalan er slegin inn og MTR valið.
3. Inna sendir sjálfkrafa notendanafn (nota má hvort heldur er
notendanafnið eða kennitöluna) og lykilorð í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Innu.
Lesa meira
16.09.2011
Landgræðsla ríkisins færði Menntaskólanum á Tröllaskaga bókina
Sáðmenn sandanna, Saga landgræðslu á Íslandi 1907-2007 að gjöf í tengslum við Dag íslenskrar náttúru sem er í
dag.
Bókin hlaut verðlaun Félags bókasafns- og upplýsingafræða árið 2007 sem besta fræðibók ársins. Höfundur
bókarinnar er Ólafsfirðingurinn Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur. Hann segir á heimasíðu sinni um æskuárin í Ólafsfirði "Ég ólst upp í Ólafsfirði og
þar byrjaði ég á unglingsárunum að vinna við fiskvinnslu og almenn verkamannastörf hjá sveitarfélaginu. Þá stundaði
ég sjómennsku í tvö sumur. Þetta var góður grunnur og mikilvægur."
Bókin er fengur fyrir skólann og mun nýtast nemendum sem heimild um landgræðslustarfið og auka skilning á mikilvægi verndar og uppbyggingar
jarðvegs og gróðurs. Einnig er hún góður vitnisburður um hæfileika og afrek heimamanns á sviði hugvísinda.
(Mynd af heimasíðu Friðriks)
Lesa meira
16.09.2011
Í ratleik um náttúrulegt umhverfi skólans og miðbæ Ólafsfjarðar tókust nemendur frækilega á við
þungar þrautir. Bæði reyndi á spretthörku til að koma sér á milli staða og kunnáttu í ensku því vísbendingar
voru á því máli. Önnur ferð var tileinkuð fuglaskoðun og ljósmyndun en nemendur ætla að semja sögu og skreyta hana með
myndunum.
Samþætt nám í umhverfisfræði, ljósmyndun, íslensku, ensku og hreyfingu á degi íslenskrar
náttúru. Myndir
Lesa meira
16.09.2011
Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri í Náttúrusetrinu á Húsabakka í Svarfaðardal heimsótti
skólann í vikunni og greindi frá starfinu í setrinu. Hann vonast til þess að það geri fólk að meiri náttúruverndarsinnum
að skoða sýninguna Friðland fuglanna sem opnuð var í vor. Heimsókn í setrið ætti líka að verða til þess að menn gangi
betur um náttúruna eftir en áður.
Lesa meira
15.09.2011
Nemendur á listabraut nutu frásagna ljósmyndarans af aðferðum sínum og vinnu með frumbyggjum á
norðurslóðum. Á bátahúsi Síldarminjasafnsins er sýning á myndum sem Fiann Paul tók á Grænlandi en hann hefur líka
myndað konur á Vestfjörðum við brjóstagjöf. Fiann er afreksmaður í róðri og hefur keppt fyrir Íslands hönd.
Lesa meira
14.09.2011
Íris Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols á Dalvík, var gestur í
Tröllaskagaáfanga.
Frásögn hennar af kjól sem hún forvarði vakti mesta athygli nemenda. Kjóllinn var gerður af
góðum efnum fyrir um 150 árum. Hann er til sýnis í safninu og þar er saga forvörslu hans rakin.
Lesa meira
12.09.2011
Já, það er vel varðveitt leyndarmál að í Ólafsfirði eru ágætar aðstæður til að renna sér á
brimbretti. Óliver Hilmarsson, kennari á náttúruvísindabraut náði góðri öldu á föstudaginn.
Lesa meira
08.09.2011
Örlygur Kristfinnsson í Síldarminjasafni Íslands greindi nemendum frá því hvernig hugmyndin að safninu varð að veruleika. Hann
lýsti líka framtíðarsýn safnsins í fróðlegum fyrirlestri. Hann reiknar með að gestir Síldarminjasafnsins verði um tuttugu
þúsund í ár en í fyrra voru þeir um tólf þúsund. Myndir
Lesa meira
07.09.2011
Minnum á kynningarfund fyrir foreldra og forráðamenn sem haldinn verður í skólanum fimmtudaginn 8. september kl.
20:00.
Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda skólans gefst þar kostur á að kynnast skólastarfinu
og ræða við starfsmenn. Þá verður kosin stjórn foreldrafélags skólans sem stofnað var s.l. vetur.
Lög Foreldrafélags MTR
Lesa meira
07.09.2011
Í morgun komu nokkrir nemendur og kennari þeirra saman með hljóðfærin og tóku létt djamm.
Þetta verður héðan í frá fastur liður í fundatímanum á miðvikudögum, frá 10:50 til 11:50. Vonandi til gleði og
andlegrar upplyftingar fyrir spilamenn og þá sem heyra tónana. Meira af myndum hér
Lesa meira