18.08.2011
Hér eru þær bækur sem nú er áætlað að nemendur þurfi á haustmisseri. Eitthvað getur bæst við síðar á
önninni og mun kennari þá tilkynna það:
SÁL2A05
Inngangur að sálfræði,
höf. Kristján Guðmundsson og Lilja Ósk Úlfarsdóttir, útg. JPV útgáfa, fyrsta útg. 2008, endurprentun
2010.
LOL2A05
Líffæra- og
lífeðlisfræði, fyrra bindi, E.P. Solomon og G.A. Phillips. Regína Stefnisdóttir þýddi.
ÍSL3A05
Silja
Aðalsteinsdóttir. Bók af bók. Bókmenntasaga og sýnisbók frá 1550-1918.
Forlagið 2003. ISBN 9979-3-0561-4. (eldri útgáfur ganga líka).
Lesa meira
16.08.2011
Eldri nemendur geta farið í Innu og séð sínar töflur, nýnemar ættu að hafa fengið lykilorð sent til sín. Ósk um
töflubreytingar má síðan senda skriflega á Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur villa@mtr.is eða skila skriflega þegar skóli
byrjar.
Lesa meira
12.08.2011
Stundatöflur eru ekki tilbúnar en fyrir mistök gátu nemendur séð vinnuferlið og töldu margir að hér væri um að ræða
lokaútgáfu stundatöflu. Svo er ekki og getur taflan orðið gerólík því í lokin frá því sem hún er á
meðan verið er að vinna við hana. Við biðjumst velvirðingar á þessu, við áttuðum okkur ekki á þessu fyrr en eldri nemendur
fóru að tala um töflubreytingar.
Endanleg útgáfa stundatöflu verður sett inn föstudaginn 19. ágúst og fyrstu mögulegu breytingar á henni eru þegar skóli byrjar
22. ágúst kl. 8:30. Þá er sótt um breytingar á eyðublöðum í afgreiðslu skólans.
Nýnemar fá send lykilorð þegar töflur eru tilbúnar.
Skólameistari.
Lesa meira
04.08.2011
Nú hefur verið gengið frá skólavist fyrir þá sem hafa greitt skólagjöldin og þeir sem voru á biðlista hafa fengið
skólavist. Ef einhver hefur ekki fengið svar þá er hann beðinn að hafa samband við skólann sem fyrst. Hægt er að koma nemendum inn á
ákveðnar brautir og í áfanga sem eru ekki yfirfullir.
Lesa meira
22.08.2011
Kennsla hefst 22. ágúst samkvæmt stundaskrá sem nemendur sjá í Innu.
Lesa meira
16.06.2011
Nú hafa yfir 100 manns verið innritaðir fyrir næstu haustönn í skólann. Það er töluvert meira en við áttum von á og nokkrir
eru á biðlista sem verður afgreiddur í byrjun ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að komast á hann sendi póst til skólans
mtr@mtr.is
Lesa meira
07.06.2011
Nemendur sem vilja þreyta stöðupróf í ensku, dönsku, frönsku, ítölsku, norsku, spænsku, stærðfræði, sænsku eða
þýsku geta gert það í Menntaskólanum við Hamrahlíð samkvæmt eftirfarandi upplýsingum:
http://www.mh.is/skolinn/exam/
Gætið þess að skrá ykkur tímalega í próf.
Lesa meira
21.05.2011
Í dag útskrifuðust 2 stúdentar frá skólanum.
Athöfnin fór fram í Ólafsfjarðarkirkju en á eftir
þáðu gestir kaffi í skólanum.
Lesa meira
10.05.2011
Nú nýverið voru auglýst eftir kennurum til starfa við skólann í 5 kennslugreinum ásamt starfsbraut í allt um 2-3 störf. Alls sóttu
25 einstaklingar um þessi störf sem gerir okkur í skólanum stolt yfir því hversu margir vilja kenna nemendunum okkar ásamt því að
heilmikil vinna er að vinna úr umsóknunum. Byrjað er að vinna úr umsóknunum og vonast til að því verði lokið í þessari
viku að eins miklu leyti og mögulegt er.
Lesa meira
14.05.2011
Laugardaginn 14. maí kl. 14:00 - 16:00 verður sýning á verkum nemenda. Nemendur verða með ferðakynningu þar sem þau kynna ferðahugmyndir á
Tröllaskaga og hægt verður að ræða við þau um viðfangsefnið. Síðan verður sýning nemenda í fagurlistum og
listljósmyndum á portrettmyndum og verk sem hafa verið unnin í úrgangslist.
Við vonumst til að sjá sem flesta!
Lesa meira