20.10.2011
Guðmundur Ólafsson, leikari hefur í þemavikunni leiðbeint hópi áhugasamra nemenda í leiklist.
Nemendur hafa meðal annars spunnið atriði út frá dægurlagatextum og ferð Ingólfs Arnarsonar til Íslands.
Trúðsnefið hjálpar til þegar leikarinn skreppur úr sjálfum sér og í það hlutverk sem hann vill túlka. Myndir
Lesa meira
19.10.2011
Í upphafi björgunaræfingar þótt rétt að prófa gallana í stökki af bryggjunni. Á
eftir fór fram æfing um borð í báti björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði. Sveitin sér um þennan hluta þemadaga undir
styrkri stjórn Gísla Rúnars Gylfasonar. Myndir
Lesa meira
19.10.2011
Þessir nemendur endurskipuleggja spurningakeppni Félagsmiðstöðvar Fjallabyggðar í þemavikunni.
Keppnin verður haldin í desember og verður að þeirra sögn nokkuð breytt frá fyrra ári. Auk þess að skipuleggja
atburðinn og stjórna honum kemur í þeirra hlut að semja nokkur hundruð spurningar af ýmsu tagi. Leiðbeinendurnir Inga og Sigmundur fengu að vera með
á myndinni.
Lesa meira
18.10.2011
Íþróttir, hreyfing og útivist skipa stóran sess á þemadögum. Allir þurfa að hreyfa sig, helst á
hverjum degi, en margir nemendur völdu að stunda íþróttir eða aðra hreyfingu í nokkrar klukkustundir á hverjum degi í þessari
viku. Myndir
Lesa meira
17.10.2011
Hörður Geirsson, safnvörður kennir ljósmyndasögu í þemaviku. Allri hefðbundinni kennslu er vikið til hliðar og
nemendur sinna ýmsum viðfangsefnum sem þeir hafa valið sér. Hörður sýnir votplötumyndir (Wet Plate) sem er tækni frá árinu 1849.
Myndavél Harðar er frá 1880 og fylgir myrkrakassi, færanlegt myrkraherbergi.
Lesa meira
14.10.2011
Nám
Hvar
Námsáætlun
FabLab
Vestasta, Sauðárkrókur
Hjá Bergþóri Morthens
Hljómsveitarbúðir
Tjarnarborg
Hjá Magnúsi Ólafssyni
Íþróttir - Hreyfing - Útivist
Sjá námsáætlun
Áætlun fyrir
íþróttir, hreyfingu og útivist
Leiklist
Tjarnarborg
Hjá Guðmundi Ólafssyni
Listljósmyndun
Skuggaskjól
Ljósmyndun, miðannarvika
Námsdagar
Lesstofa
Hjá Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur
Spurningakeppni Neon
Hæringur
Hjá Ingu Eiríksdóttur
Þemadagar
Kvíabekkur, Akureyri
Í Moodle
Tröllaskagi
Kleifar
Í Moodle
Öll námskeiðin hefjast á mánudag kl. 08:30 og verða til 15:30 nema annað sé ákveðið.
Lesa meira
13.10.2011
Björn Þór Ólafsson, skíðamaður og göngugarpur hefur lýst helstu gönguleiðum í nágrenni
Ólafsfjarðar og lýsingarnar eru á heimsíðu Fjallabyggðar. Hann telur að nýta megi fjöll, dali og ekki síst Ólafsfjarðarvatn
í mun meira mæli en gert er til skipulagðrar afþreyingar fyrir ferðamenn.
Óliver Hilmarsson sagði einnig frá sínu áhugamáli í Tröllaskagaáfanga en hann telur aðstæður
í Ólafsfirði einkar ákjósanlegar til að renna sér á öldum hafsins á brimbretti. Myndir
Lesa meira
11.10.2011
Búið er að birta efni þemadaganna sem liggur frammi í afgreiðslu en einnig er tengill hér:
Þemadagar, lýsingar
Eins og áður hefur komið fram er skyldumæting hjá öllum þessa viku. Þeim sem ekki ná að velja sér smiðju verður
raðað í hópa eftir því hvar er laust.
Athugið: Takmarkaður fjöldi er í suma hópanna.
Lesa meira
07.10.2011
Skrautlegir búningar, fjörugir leikir og pitzzuveisla settu svip á nýnemadaginn. Á myndinni er Linda formaður
nemendafélagins með nýnemunum Helgu, Jóhönnu og Guðnýju.
Lesa meira
06.10.2011
Þessi ljósmynd Gísla Kristinssonar, starfsmanns skólans er mynd dagsins (07.10.11) á heimasíðu bandaríska
fyrirtækisins The Imaging Resource. Eftir mánaðamótin verða veitt verðlaun fyrir bestu myndina sem birt verður í október. Sjá hér
Lesa meira