Fréttir

Val fyrir vorönn 2012

Valtímabil fyrir vorönn 2012 stendur yfir frá 25. okt.-1. nóv. Hér fylgir listi yfir þá áfanga sem boðið er upp á. Nemendur eru hvattir til að velja sem fyrst í samráði við umsjónarkennara sína. Áfangar í boði á vorönn 2012
Lesa meira

Nemendur koma fram á Vetrardagsskemmtun

Mikil ánægja hefur ríkt í hljómsveitarbúðum í Tjarnarborg í vikunni. Sex nemendur voru í búðunum og einbeittu sér að sálarþema. Þeir æfðu meðal annars lögin Little Talks með Monster of Men og Flugvélar sem Nýdönsk og Björn Jörundur fluttu. Á laugardagskvöld kemur hópurinn fram á Vetrardagsskemmtun í Tjarnarborg og tekur Þjóðveginn eftir Magnús Eiríksson og One þekkt í flutningi U2. Magnús Ólafsson tónlistarkennari stýrir hljómsveitarbúðunum.  Myndir    
Lesa meira

Í skapandi smiðju

Þórdís Arna, Greta og Þóranna voru í hópi nemenda sem fengu innsýn í tölvustudda hönnun og framleiðslu í þemavikunni. Hér eru þær með Val Valssyni, kennara og starfsmanni Nýsköpunarmiðstöðvar á Sauðárkróki. Meðal þess sem nemendur hönnuðu og framleiddu voru kökudiskar, kertastjaki, fjölskyldutré og ýmsir skrautmunir.   Myndir  
Lesa meira

Heimsókn í Norðurorku

Starfsbrautarnemendur kynntu sér orkumálin í þemaviku. Á Hjalteyri voru skoðaðar heitavatnsholur og dælustöð en á Vöglum í Hörgárdal holurnar sem sjá íbúum Akureyrar fyrir köldu vatni. Í stjórnstöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri sáu nemendur hvernig rennsli á heitu og köldu vatni er stjórnað og þáðu veitingar. Árni Árnasson, véltæknifræðingur tók á móti hópnum og fylgdi honum um athafnasvæði Norðurorku.  Myndir
Lesa meira

Rauða nefið - hjálpartæki

Guðmundur Ólafsson, leikari hefur í þemavikunni leiðbeint hópi áhugasamra nemenda í leiklist. Nemendur hafa meðal annars spunnið atriði út frá dægurlagatextum og ferð Ingólfs Arnarsonar til Íslands. Trúðsnefið hjálpar til þegar leikarinn skreppur úr sjálfum sér og í það hlutverk sem hann vill túlka.  Myndir 
Lesa meira

Stokkið í sjóinn

Í upphafi björgunaræfingar þótt rétt að prófa gallana í stökki af bryggjunni. Á eftir fór fram æfing um borð í báti björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði. Sveitin sér um þennan hluta þemadaga undir styrkri stjórn Gísla Rúnars Gylfasonar.  Myndir
Lesa meira

Breytt NEON-keppni

Þessir nemendur endurskipuleggja spurningakeppni Félagsmiðstöðvar Fjallabyggðar í þemavikunni. Keppnin verður haldin í desember og verður að þeirra sögn nokkuð breytt frá fyrra ári. Auk þess að skipuleggja atburðinn og stjórna honum kemur í þeirra hlut að semja nokkur hundruð spurningar af ýmsu tagi. Leiðbeinendurnir Inga og Sigmundur fengu að vera með á myndinni.
Lesa meira

Kári einbeittur

Íþróttir, hreyfing og útivist skipa stóran sess á þemadögum. Allir þurfa að hreyfa sig, helst á hverjum degi, en margir nemendur völdu að stunda íþróttir eða aðra hreyfingu í nokkrar klukkustundir á hverjum degi í þessari viku.  Myndir
Lesa meira

Ljósmyndasaga hjá Herði

Hörður Geirsson, safnvörður kennir ljósmyndasögu í þemaviku. Allri hefðbundinni kennslu er vikið til hliðar og nemendur sinna ýmsum viðfangsefnum sem þeir hafa valið sér. Hörður sýnir votplötumyndir (Wet Plate) sem er tækni frá árinu 1849. Myndavél Harðar er frá 1880 og fylgir myrkrakassi, færanlegt myrkraherbergi.
Lesa meira

Miðannarvika - skipulag námsáfanga

Nám  Hvar  Námsáætlun  FabLab Vestasta, Sauðárkrókur Hjá Bergþóri Morthens Hljómsveitarbúðir Tjarnarborg Hjá Magnúsi Ólafssyni Íþróttir - Hreyfing - Útivist Sjá námsáætlun Áætlun fyrir íþróttir, hreyfingu og útivist Leiklist Tjarnarborg Hjá Guðmundi Ólafssyni Listljósmyndun Skuggaskjól Ljósmyndun, miðannarvika Námsdagar Lesstofa Hjá Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur Spurningakeppni Neon Hæringur Hjá Ingu Eiríksdóttur Þemadagar Kvíabekkur, Akureyri Í Moodle Tröllaskagi Kleifar Í Moodle Öll námskeiðin hefjast á mánudag kl. 08:30 og verða til 15:30 nema annað sé ákveðið.
Lesa meira