Innritun fatlaðra nemenda á starfsbraut framhaldsskóla haustið 2012

Menntaskólinn á Tröllaskaga
Menntaskólinn á Tröllaskaga
Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Innritað verður frá 30. janúar til 29. febrúar 2012.

Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla.

Innritað verður frá 30. janúar til 29. febrúar 2012. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast seinna.
Umsækjendur sækja veflykil á menntagatt.is. Þegar umsækjendur hafa fengið veflykil opnast þeim aðgangur að innrituninni. Nánari leiðbeiningar um rafræna innritun er að finna í bréfi til forráðamanna nemenda sem afhent er í grunnskólum landsins og einnig má finna á slóðinni menntagatt.is/kynningarefni.
Nánari upplýsingar um rafræna innritun á starfsbrautir í framhaldsskólum veitir Ragnheiður Bóasdóttir í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Fyrirspurnir má senda á netfangið ragnheidur.boasdottir@mrn.is