10.05.2012
Starfsmenn Menntaskólans taka að sjálfsögðu þátt í átakinu hjólað í vinnuna, sem hófst í gær. Í morgun kom sá starfsmaður sem lengst á að fara hjólandi. Það er Óliver Hilmarsson sem býr á Másstöðum í Skíðadal. Leiðin er um 40 kílómetrar, að mestu ofanjarðar.
Lesa meira
10.05.2012
Lið nemenda bar sigurorð af liði kennara 2-1 á fáránlegu leikunum, sem haldnir voru á lóð skólans í tengslum við grillhátíðina. Myndirnar lýsa stemmingunni, fólk naut ljúfrar samverustundar og gerði sér gott af veitingunum. Heiðdís skipulagði hátíðina en Björg sá um grillið.
Lesa meira
08.05.2012
Kominn er vorfiðringur í nemendur og jafnvel harðsvíruðustu kennarar ekki ósnortnir. Þótt hitinn væri aðeins tvö stig skein sólin og yljaði nemendum í efnafræði 2B05 undir suðurvegg skólans. Þeir lærðu um lausnir og leysni efna.
Lesa meira
08.05.2012
Innritun gengur vel en nú hafa 40 nemendur innritað sig í skólann í haust. Mun skólinn þá á sínu þriðja starfsári ná fyrirfram áætluðum fjölda sem var 120-150 nemendur. Innritun er hvergi nærri lokið, síðasti dagur fyrir þá sem ekki eru að útskrifast úr 10. bekk er 31. maí en grunnskólanemar geta innritað sig til 8. júní. Þeir hafa forgang á þá eldri þangað til.
Lesa meira
04.05.2012
Í næsta nágrenni skólans er flórgoðapar í önnum við að koma saman dyngju til að verpa í. Flórgoðar eru sjaldgæfir varpfulglar hér á landi en athyglisvert að fylgjast með atferli þeirra við varp og umönnun unga.
Lesa meira
27.04.2012
Myndlistarkennari menntaskólans sýnir portrettverk í Norræna húsinu og opnar sýningin Fólk, fólk og fólk á morgun 28. apríl 2012. Verk Bergþórs eru hluti sýningarinnar Fólk, fólk og fólk.
Lesa meira
24.04.2012
Stór hópur nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga tók í morgun á móti Halldóri Gunnari Pálssyni stjórnanda karlakórs Fjallabræðra í anddyri MTR. Hljóðritun á söng hópsins verður notuð í viðlagi lagsins Ísland sem karlakórinn ætlar að hljóðrita og gefa út á næstunni. Þegar hefur verið tekinn upp söngur margra hópa á Austurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Viðstaddir í MTR í morgun fengu að heyra í Siglfirðingum og Skagfirðingum. Markmiðið er að hljóðrita þrjátíu þúsund raddir í viðlagið.
Lesa meira
23.04.2012
Þriðjudaginn 24. apríl kl. 11:30 til að taka upp raddir hér en verkefninu lýsa þeir svohljóðandi:
Stóra hugmyndin er sú að ná 30.000 röddum til þess að syngja inn á lag sem Fjallabræður eru að gera sem ber hið lágstemmda nafn Ísland. :-)
Til þess að það sé hægt hefur Halldór Gunnar Pálsson, Kórstjóri Fjallabræðra, lagt upp í ferðalag í flesta bæji og öll sveitarfélög á landinu.
Nú þegar er hann búinn að fara alla Vestfirði og Austfirði og hluta af Norðurlandi. Komnar eru um 2.600
Lesa meira
21.04.2012
Föstudaginn 20. apríl fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í fimmtán ár.
Í fyrsta sæti var Hákon Ingi Stefánsson, Varmahlíðarskóla, í öðru sæti var Valdimar Daðason, Dalvíkurskóla og í þriðja sæti var Ásdís Birta Árnadóttir, Höfðaskóla. Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í 15. mars og tóku 115 nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 14 nemendur í úrslitakeppnina.
Lesa meira
20.04.2012
Í morgun sóttu okkur heim góðir gestir. Annars vegar var um að ræða hóp kennara og starfsmanna frá Menntaskólanum á Laugarvatni og hins vegar kennarahóp frá Oddeyrarskóla á Akureyri. Það er alltaf ánægjulegt að fá að kynna og sýna gestum skólann okkar. Þökkum við þessum góðu gestum komuna.
Lesa meira