Efnafræði ÚTI

Kominn er vorfiðringur í nemendur og jafnvel harðsvíruðustu kennarar ekki ósnortnir. Þótt hitinn væri aðeins tvö stig skein sólin og yljaði nemendum í efnafræði 2B05 undir suðurvegg skólans. Þeir lærðu um lausnir og leysni efna.

Kominn er vorfiðringur í nemendur og jafnvel harðsvíruðustu kennarar ekki ósnortnir. Þótt hitinn væri aðeins tvö stig skein sólin og yljaði nemendum í efnafræði 2B05 undir suðurvegg skólans. Þeir lærðu um lausnir og leysni efna. Gerðu líka tilraunir með mismunandi efni, meðal annars hvort þau séu vatnsleysanleg. Reynd voru söltin natriumkarbónat og bariumklórið. Nemendur kynntu sér líka mólstyrk lausna og hvernig hægt er að reikna hann út. Þá var farið í fellingu torleystra salta – undir berum himni. Myndir