26.03.2012
Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari hefur tekið í notkun nýjustu tækni til að bæta kennslu í sínu fagi. Hún nýtir ipad til að taka upp sýnikennslu og birta í Moddle kennslukerfinu, þannig að nemendur geti horft aftur og aftur á efnið og þar með meðtekið það á eigin hraða og dýpkað skilning sinn.
Lesa meira
21.03.2012
Nemendur í áfanganum barna- og unglingaþjálfun við MTR hafa í vetur aflað sér þekkingar um grunnatriði þess að vinna með börn og unglinga í íþróttum. Í áfanganum eru sjö nemendur sem allir eru á íþróttabraut við skólann. Stór hluti námsins í áfanganum felst í því að fylgjast með og vinna á vettvangi með börnum og unglingum. Í upphafi annarinnar fóru nemendur og fylgdust með íþróttakennslu í Grunnskóla Fjallabyggðar en í þessari viku fengu þeir að stíga fram á stóra sviðið og kenna sjálfir.
Lesa meira
15.03.2012
Forinnritun fyrir haustönn 2012
Umsækjendur sem útskrifast úr grunnskóla vorið 2012
(drög að tímasetningum / gætu breyst)
12. til 30. mars - Forinnritun
4. maí til 8. júní - Breyting á umsókn
Umsækjendur fæddir 1995 eða fyrr
4. apríl - 31. maí
Starfsbrautir fyrir fatlaða
Innritun fór fram 30. janúar til 29. febrúar, hafa verður samband beint við skóla ef láðist að sækja um
Lesa meira
14.03.2012
Auglýsingar í prentmiðlum hafa verið viðfangsefni nemenda í markaðsfræði að undanförnu. Aldís kynnir hér viðfangsefni sitt, auglýsingu sem sneri öfugt í miðlinum. Það var með vilja gert auglýsandinn notaði þessa aðferð í von um aukna athygli.
Lesa meira
07.03.2012
Í miðannarvikunni komu gestakennarar til að kenna ljósmyndun. Þórhallur Jónsson eigandi Pedrómynda á Akureyri sem gefið hefur út bókina "Stafræn ljósmyndun á Canon EOS" fjallaði um stúdíóljósin úti og inni ásamt fleiru.
Lesa meira
06.03.2012
Árshátíð Menntaskólans á Tröllaskaga var sérlega glæslileg. Nemendur og starfsmenn mættu í sínu fínasta pússi í fagurlega skreyttan salinn í Tjarnarborg. Haft var á orði að salurinn hefði aldrei verið jafn glæsilegur.
Lesa meira
05.03.2012
Hér má finna áfanga í boði fyrir haustönn 2012. Nemendur eru hvattir til að íhuga val sitt vel og ráðgast við umsjónarkennara ef þeir þurfa aðstoð.
Lesa meira
02.03.2012
Spenna ríkir í skólanum því mikið stendur til. Fjöldi nemenda hefur alla vikuna undirbúið árshátíðina sem haldin verður í kvöld. Hátíðin fer fram í Tjarnarborg þar sem fram verður reiddur þriggja rétta kvöldverður. Skemmtiatriði verða fjölbreytt
Lesa meira
01.03.2012
Heimsókn í líftæknifyrirtækið Primex á Siglufirði var hluti vistfræðiáfanga í þemaviku. Vistfræðin fjallar um lífverur og tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt. Í áfanganum kynntust nemendur framandi dýrum á borð við krókódíla en uppgötvuðu líka nýjar hliðar á lífi dýra sem eru nær okkur, meðal annars í sjónum við landið.
Lesa meira
01.03.2012
Vegna veðurs færist skíðaferð til Dalvíkur, mæting í Menntaskólanum kl 9.45 þar sem sameinað verður í bíla. Ef einhvern vantar far frá Siglufirði hafið samband við Heiðdísi í síma 6909444
Lesa meira