Fréttir

Ida Semey og stafrænt læsi

Ida Marguerite Semey spænskukennari Menntaskólans á Tröllaskaga fékk styrk úr þróunarsjóði námsefnis hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að þróa námsefni um stafrænt læsi. Ida kennir spænsku við Menntaskólann á Tröllaskaga og hefur skoðað læsi á breiðum grunni við kennslu sína. Stafrænt læsi er líklega eitt mikilvægasta viðfangsefnið í skólum í dag því með því að lesa mismunandi miðla þurfa nemendur að þjálfa ólíka þætti því sem áður hefur tíðkast. Við erum stolt af því að kennari okkar er brautryðjandi á þessu sviði og hefur hlotið viðurkenningu á störfum sínum með þessum styrk.
Lesa meira

Góðar hugmyndir

Nemendur í Tröllaskagaáfanga eru að útfæra hugmyndir sínar að aukinni afþreyingu á svæðinu. Samtals eru 25 í áfanganum og vinna þeir í 8 hópum að þessu verkefni. Hver hópur kynnti sína hugmynd og hugsanlega útfærslu hennar fyrir stóra hópnum í morgun. Á myndinni eru Salóme, Jóhanna, Sigurður, Hafey og Kolbrún sem eru að útfæra hugmynd að landsmóti í strandblaki á Siglufirði.
Lesa meira

Hundrað þúsund hrísgrjón

Hungur er þema vikunnar í ensku 2B. Nemendur velta fyrir sér hvernig stendur á því að nær einn milljarður manna býr við langvinnan matarskort og hvað hægt er að gera í því. Ein leið til að hjálpa er að þjálfa enskan orðaforða og málfræði á freerice.com vefsíðunni.
Lesa meira

Sýnikennsla í stærðfræði

Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari hefur tekið í notkun nýjustu tækni til að bæta kennslu í sínu fagi. Hún nýtir ipad til að taka upp sýnikennslu og birta í Moddle kennslukerfinu, þannig að nemendur geti horft aftur og aftur á efnið og þar með meðtekið það á eigin hraða og dýpkað skilning sinn.
Lesa meira

Æfingakennsla nemenda

Nemendur í áfanganum barna- og unglingaþjálfun við MTR hafa í vetur aflað sér þekkingar um grunnatriði þess að vinna með börn og unglinga í íþróttum. Í áfanganum eru sjö nemendur sem allir eru á íþróttabraut við skólann. Stór hluti námsins í áfanganum felst í því að fylgjast með og vinna á vettvangi með börnum og unglingum. Í upphafi annarinnar fóru nemendur og fylgdust með íþróttakennslu í Grunnskóla Fjallabyggðar en í þessari viku fengu þeir að stíga fram á stóra sviðið og kenna sjálfir.
Lesa meira

Forinnritun hafin

Forinnritun fyrir haustönn 2012 Umsækjendur sem útskrifast úr grunnskóla vorið 2012 (drög að tímasetningum / gætu breyst) 12. til 30. mars - Forinnritun 4. maí til 8. júní - Breyting á umsókn Umsækjendur fæddir 1995 eða fyrr 4. apríl - 31. maí Starfsbrautir fyrir fatlaða Innritun fór fram 30. janúar til 29. febrúar, hafa verður samband beint við skóla ef láðist að sækja um
Lesa meira

Að greina auglýsingar

Auglýsingar í prentmiðlum hafa verið viðfangsefni nemenda í markaðsfræði að undanförnu. Aldís kynnir hér viðfangsefni sitt, auglýsingu sem sneri öfugt í miðlinum. Það var með vilja gert – auglýsandinn notaði þessa aðferð í von um aukna athygli.
Lesa meira

Listljósmyndun úti og inni

Í miðannarvikunni komu gestakennarar til að kenna ljósmyndun. Þórhallur Jónsson eigandi Pedrómynda á Akureyri sem gefið hefur út bókina "Stafræn ljósmyndun á Canon EOS" fjallaði um stúdíóljósin úti og inni ásamt fleiru.
Lesa meira

Glæsileg hátíð

Árshátíð Menntaskólans á Tröllaskaga var sérlega glæslileg. Nemendur og starfsmenn mættu í sínu fínasta pússi í fagurlega skreyttan salinn í Tjarnarborg. Haft var á orði að salurinn hefði aldrei verið jafn glæsilegur.
Lesa meira

Val fyrir haustönn 2012

Hér má finna áfanga í boði fyrir haustönn 2012. Nemendur eru hvattir til að íhuga val sitt vel og ráðgast við umsjónarkennara ef þeir þurfa aðstoð.
Lesa meira