Rakel Sölvadóttir framkvæmdastjóri Skema kom í heimsókn í skólann á föstudag. Rakel hefur verið einarður baráttumaður fyrir forritunarkennslu í íslenskum skólum. Hún hefur bent á að skólakerfið sinni ekki þörfum samfélagsins heldur reiði sig um of á aðrar þjóðir þegar kemur að því að skapa hugbúnað.
Íslendingar kunni hinsvegar vel að nota hann þegar aðrir hafi búið hann til.
Rakel Sölvadóttir framkvæmdastjóri Skema kom í heimsókn í skólann á föstudag. Rakel hefur verið einarður
baráttumaður fyrir forritunarkennslu í íslenskum skólum. Hún hefur bent á að skólakerfið sinni ekki þörfum samfélagsins
heldur reiði sig um of á aðrar þjóðir þegar kemur að því að skapa hugbúnað. Íslendingar kunni hinsvegar vel að nota
hann þegar aðrir hafi búið hann til. Rakel hitti skólameistara og fór yfir hugmyndir sínar. Hún hitti einnig Óliver Hilmarsson, kennara
á náttúruvísindabraut sem er kerfisfræðingur. Skoðað verður hvort tekin verði upp meiri forritunarkennsla í skólanum en verið
hefur. Fyrirtæki Rakelar Sölvadóttur, Skema, var stofnað árið 2011 og sinnir einkum námskeiðshaldi í forritun. Hægt er að skoða
verkefni sem þátttakendur á námskeiðunum hafa unnið á heimasíðu fyrirtækisins http://www.skema.is/