Nemendur í listasögu hafa lokið túlkun sinni á einu frægasta verki listasögunnar lofti Sixtínsku kapellunnar og má sjá afraksturinn í anddyri skólans. Hætt var við að festa myndirnar í loftið enda höfðu nemendur bara tvær vikur til verksins en Michaelangelo starfaði að sínu verki í mörg ár.
Nemendur í listasögu hafa lokið túlkun sinni á einu frægasta verki listasögunnar – lofti Sixtínsku kapellunnar – og má sjá
afraksturinn í anddyri skólans. Hætt var við að festa myndirnar í loftið enda höfðu nemendur bara tvær vikur til verksins en Michaelangelo
starfaði að sínu verki í mörg ár. Þema verkanna er sköpunarsaga biblíunnar. Myndirnar sýna meðal annars guð aðskilja ljós
og myrkur, jörð og vatn og sköpun himintunglanna. Þá er sýnd sköpun Evu og Adams og einnig senan þegar þau voru rekin úr paradís eftir
syndafallið. Fórn Nóa er viðfangsefni tveggja nemenda og einn málar Nóa að niðurlotum kominn eftir drykkjuna í fórnarveislunni.