Knattspyrnuakademía

Sextán strákar æfa knattspyrnu síðdegis á mánudögum og miðvikudögum í Íþróttahúsinu í Ólafsfirði. Þetta er knattspyrnuakademía MTR. Markmiðið er fyrst og fremst að stákarnir bæti tækni sína og leikskilning, segir Óskar Þórðarson, kennari og íþróttaþjálfari

Sextán strákar æfa knattspyrnu síðdegis á mánudögum og miðvikudögum í Íþróttahúsinu í Ólafsfirði. Þetta er knattspyrnuakademía MTR. Markmiðið er fyrst og fremst að stákarnir bæti tækni sína og leikskilning, segir Óskar Þórðarson, kennari og íþróttaþjálfari. Strákarnir eru á aldrinum sextán ára til tvítugs. Sumir þeirra eru á samningi hjá KF en aðrir eru að hefja æfingar eftir hlé. Óskar segir að allir hafi þeir mikinn áhuga á íþróttinni og hafi mætt vel á þessar æfingar eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Nemendur fá tvær framhaldsskólaeiningar á önn fyrir að taka þátt í þessu starfi.