Nýmiðlun

Róttækar breytingar eru að verða á formi og inntaki fjölmiðla. Þær snerta allan almenning, miðlana sjálfa og auglýsendur. Þórarinn Stefánsson eigandi sprotafyrirtækisins Mobilitus fjallaði um nýjustu breytingar og líklega þróun í fjölmiðlun í fyrirlestri í námsáfanganum FÉL3F05 í morgun.

Róttækar breytingar eru að verða á formi og inntaki fjölmiðla. Þær snerta allan almenning, miðlana sjálfa og auglýsendur. Þórarinn Stefánsson eigandi sprotafyrirtækisins Mobilitus fjallaði um nýjustu breytingar og líklega þróun í fjölmiðlun í fyrirlestri í námsáfanganum FÉL3F05 í morgun.

Hefðbundnir miðlar sem leggja fé í vandaðar fréttir og fréttatengt efni eiga undir högg að sækja og gætu bráðlega heyrt sögunni til. Ekki er ljóst hvað kemur í staðinn – ef eitthvað. Þórarinn segir þó að vart verði núna að nýju vilja til að greiða fyrir gott efni. Líka séu spennandi tækifæri fyrir þá sem hafi lag á að grípa þau. Litla fyrirtækið sem dreifði myndbandinu þar sem Romney, forsetaframbjóðandi fór illilega út af sporinu, raki nú saman fé. Á bandinu segir frambjóðandinn meðal annars að það sé ekki í hans verkahring sem forseta að hugsa um hina fátæku, þá sem styðji Obama. Efnið var tekið upp á fjáröflunarsamkomu fyrir framboð Romneys, þar sem auðugir stuðningsmenn hans voru.

Þórarinn spjallaði við nemendur á skype frá starfsstöð sinni í Vesturheimi. Hún er í Portland í Oregon í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hans Mobilitus sérhæfir sig í tæknilegum lausnum við sölu og miðlun margvíslegs efnis í farsíma, meða annars frétta. Aðalmarkaðssvæðið er Bandaríkin og Kanada en einnig Skandinavía og Þýskaland.