Fréttir

Skíðafjör

Gönguskíðaferð í Héðinsfirði á þriðjudag var hluti af fjögurra daga kennslu í skíðaíþróttum í þemavikunni. Sprækur hópur gekk yfir ísilagt Héðinsfjarðarvatn og að útfallinu. Skoðaðir voru allir skálar og eyðibýli á leiðinni. Veður var hið blíðasta framanaf en á leiðinni til baka var vindur á móti og slyddurigning þannig að þátttakendur reyndu á sjálfum sér að ganga í misjöfnu veðri. Björn Þór Ólafsson og Óliver Hilmarsson sáu um skíðagöngukennsluna.
Lesa meira

Sköpun

Nemendur í áfanganum Sköpun völdu sér tvö ólík viðfangsefni og sköpuðu úr þeim nýtt líf/hlut. Hugarflugið var látið ráða ferð í samruna ólíkra hluta. Til dæmis runnu ólíkar dýrategundir saman í eina nýja eða ólíkir dauðlegir hlutir runnu saman og urðu að nýjum hlut, jafnvel runnu saman lifandi vera og dauðlegur hlutur.
Lesa meira

Öskudagur

Adolf Hitler og Osama bin Laden komu í heimsókn með föruneyti í morgun og sungu saman - um Gamla-Nóa. Þeir hlutu sælgæti að launum. Ekki fylgir sögunni hvort þeir félagar sýndu iðrun en í kaþólskum sið er öskudagurinn dagur iðrunar.
Lesa meira

Ljósleiðari í sundur - Moodle niðri

Verktakar sem eru að grafa fyrir nýrri álmu grunnskólans slitu ljósleiðarann í sundur og liggur Internetsamband til skólans niðri af þeim sökum. Þetta hefur ekki áhrif á vefinn þar sem hann er hýstur annarsstaðar en ekki er hægt að ná til Moodle fyrr en gert hefur verið við leiðarann. Viðgerðarmenn eru komnir á staðinn og eru að gera við. Vonum við að þetta lagist sem fyrst.
Lesa meira

Skóla- og frístundaakstur

Skóla- og frístundaakstur verður með breyttu sniði mánudag 20. til miðvikudags 22. febrúar út af vetrarfríi Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Að planka!

Nemendur í Tröllaskagaáfanga fræddust um starf Ferðafélags Siglufjarðar hjá Guðrúnu Ingimundardóttur í morgun. Á myndinni sýnir hún atferli sem félagsmenn stunduðu á ferðalögum síðasta sumar og kallast “að planka”.
Lesa meira

Mannfræði

Hver er munurinn á töfrum og göldrum? Hvað er mana og hvert er eðli púka?
Lesa meira

Listhús

Alice Liu forstöðumaður Listhúss í Fjallabyggð og Marijke Appleman, listamaður frá Rotterdam í Hollandi voru gestir í Tröllaskagaáfanga í morgun. Marjike kom til Fjallabyggðar á sunnudaginn var þannig að segja má að Listhúsið hafi þar með tekið til starfa.
Lesa meira

Sólin

Nemendur í áfanga um úrgangslist sýndu afrakstur þemavinnu sinnar í skólanum í morgun. Þema sýningarinnar er sólin.
Lesa meira

Góð gjöf

Sjávarútvegsfyrirtækið Ramminn í Fjallabyggð hefur gefið Menntaskólanum á Tröllaskaga fimm hunduð þúsund krónur til að efla starf skólans. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Rammans afhenti gjöfina í skólanum í morgun.
Lesa meira