05.06.2012
Nú hafa 57 sótt um skólavist næsta vetur en auk þess eru nokkrir nemendur úr 10. bekk með skólann sem sitt annað val. Umsóknir fara í ákveðið ferli sem skilgreint er af mennta- og menningarmálaráðuneyti í reglugerð.
Gera má ráð fyrir að hluti þeirra sem sækir um nám skili sér síðan ekki í haust þannig að umsóknartalan segir ekki allt um nemendafjölda næsta vetur.
Lesa meira
23.05.2012
Brynhildur Briem hefur fært skólanum veglega bókagjöf. Þar er um að ræða Íslendingasögurnar í tólf bindum auk nafnaskrár, Riddarasögur í sex bindum, Karlamagnússögu og fleiri perlur fornbókmennta okkar. Bækurnar munu án efa nýtast vel nemendum og kennurum í íslensku og kann skólinn Brynhildi bestu þakkir fyrir góða gjöf.
Lesa meira
19.05.2012
Bjartsýni og gleði einkenndi útskriftarathöfn Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfjarðarkirkju í morgun. Tólf nemendur brautskráðust, ellefu stúdentar og fyrsti nemandinn sem lýkur námi á starfsbraut.
Lesa meira
18.05.2012
Tólf nemendur verða brautskráðir frá skólanum á morgun. Átta brautskrást af félags- og hugvísindabraut, tveir af náttúruvísindabraut, einn af listabraut og einn af starfsbraut. Áður hafa útskrifast fjórir nemendur frá skólanum þannig að eftir morgundaginn verða þeir sextán. Athöfnin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju og hefst klukkan 11. Mynd: Fyrstu þrír stúdentarnir frá MTR
Lesa meira
18.05.2012
Í dag eru síðustu forvöð að sjá hina glæsilegu Vorsýningu skólans. Um tvö hundruð og fimmtíu manns sáu sýninguna síðastliðinn laugardag og síðan hafa ýmsir komið að sjá hana. Vitað er um þrjá nemendur; Fróða Brinks, Hrönn Helgadóttur og Ingu Margréti Benediktsdóttur sem seldu verk á sýningunni en það kunna fleiri að hafa gert
Lesa meira
15.05.2012
Sköpunarkraftur, vinnusemi og vandvirkni nemenda á vorönninni skilaði sér í glæsilegri sýningu á laugardag. Sýnd voru verk nemenda úr sjö námsáföngum, þremur almennum áföngum og fjórum áföngum á listabraut. Um tvö hundruð og fimmtíu gestir komu á sýninguna. Þessi mikli áhugi á starfsemi skólans og vinnu nemenda að nýsköpun og listum er hvatning bæði fyrir nemendur og starfsmenn skólans til að leggja hart að sér áfram. Takk fyrir komuna!
Lesa meira
15.05.2012
Föstudaginn 18. maí kl. 10:00 - 12:00 gefst nemendur kostur á að hitta kennara sína og fara yfir niðurstöður annarinnar. Gagnrýna ef þeir telja ástæðu til en fyrst og fremst vera upplýstir um námsframvindu sína yfir önnina. Því hvetjum við alla nemendur til að skoða sínar niðurstöður.
Öll gögn eru síðan geymd í eitt ár utan listaverka og annarra verka sem nemendur fara með úr húsi eftir útskrift. Þegar þau fara með þau úr húsinu teljast þau hafa samþykkt einkunn sína.
Lesa meira
11.05.2012
Þrír hópar nemenda kynntu lokaverkefni sín í áfanganum SPÆ1B05 í morgun. Þessi spænskuáfangi er kenndur með dreifnámssniði, kennarinn er á skype og/eða spjalli, öll verkefni eru í kennslukerfinu og þung áhersla er lögð á eigin ábyrgð nemenda og sjálfstæð vinnubrögð.
Lesa meira
11.05.2012
Nemendur í tveimur dönskuáföngum gerðu fjölbreytt vídeó um H.C. Andersen og ævintýrin hans.
sumir teiknuðu á mynd og töluðu á bakvið og aðrir tóku myndir og töluðu inná og einnig var einn hópur sem lék eitt af ævintýrum H.C. Andersens.
Lesa meira
11.05.2012
Nám og kennsla í MTR fer fram í gegnum Moodle að miklu leyti, en það er gagnvirkur vefur fyrir nemendur og kennara. Í byrjun hverrar viku fá nemendur kennsluáætlun með verkefnum og lesefni sem skila þarf í lok vikunnar. Öll verkefni eru metin til einkunnar ásamt stuttum kaflaprófum í hverju fagi fyrir sig.
Lesa meira