Tólf nemendur verða brautskráðir frá skólanum á morgun. Átta brautskrást af félags- og hugvísindabraut, tveir af náttúruvísindabraut, einn af listabraut og einn af starfsbraut. Áður hafa útskrifast fjórir nemendur frá skólanum þannig að eftir morgundaginn verða þeir sextán. Athöfnin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju og hefst klukkan 11. Mynd: Fyrstu þrír stúdentarnir frá MTR
Tólf nemendur verða brautskráðir frá skólanum á morgun. Átta brautskrást af félags- og hugvísindabraut, tveir af
náttúruvísindabraut, einn af listabraut og einn af starfsbraut. Áður hafa útskrifast fjórir nemendur frá skólanum þannig að eftir
morgundaginn verða þeir sextán. Athöfnin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju og hefst klukkan 11. Skólameistari og aðstoðarskólameistari taka
til máls en ávarp nýstúdents flytur Harpa Hrönn Harðardóttir. Við athöfnina verða afhent verðlaun sem veitt eru fyrir
framúrskarandi árangur í námi. Á eftir verður opið hús í skólanum og léttar veitingar. Nemendur, forráðamenn
þeirra og aðrir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir.