Spænskur matur, nautaat og Perú

Þrír hópar nemenda kynntu lokaverkefni sín í áfanganum SPÆ1B05 í morgun. Þessi spænskuáfangi er kenndur með dreifnámssniði, kennarinn er á skype og/eða spjalli, öll verkefni eru í kennslukerfinu og þung áhersla er lögð á eigin ábyrgð nemenda og sjálfstæð vinnubrögð.

Þrír hópar nemenda kynntu lokaverkefni sín í áfanganum SPÆ1B05 í morgun. Þessi spænskuáfangi er kenndur með dreifnámssniði, kennarinn er á skype og/eða spjalli, öll verkefni eru í kennslukerfinu og þung áhersla er lögð á eigin ábyrgð nemenda og sjálfstæð vinnubrögð. Guðni og Finnur Ingi kynntu ólíka matseðla fá mismunandi stöðum á Spáni, Hafey, Sigurður og Þórdís sögðu frá og sýndu myndir frá merkustu ferðamannastöðum í Perú og Kristófer Baldur og Rakel (sjá mynd) fjölluðu um nautaat. Í þessum áfanga er menningu spænskumælandi landa fléttað inn í kennsluna því ætlunin er að nemendur verði læsir á þennan menningarheim og geti notað tungumálið til að tjá sig á einfaldan hátt og afla sér almennra upplýsinga.