Nýstúdentar 19. maí 2012
Bjartsýni og gleði einkenndi útskriftarathöfn Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfjarðarkirkju í morgun. Tólf nemendur brautskráðust, ellefu stúdentar og fyrsti nemandinn sem lýkur námi á starfsbraut.
Bjartsýni og gleði einkenndi útskriftarathöfn Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfjarðarkirkju í morgun. Tólf nemendur
brautskráðust, ellefu stúdentar og fyrsti nemandinn sem lýkur námi á starfsbraut.
Alexander Magnússon, Greta Kristín Ólafsdóttir, Hafey Björg Pétursdóttir, Harpa Hrönn Harðardóttir, Kristófer Baldur
Jakobsson, Lilja Rós Aradóttir, Sigurlína Káradóttir og Þórdís Arna Jakobsdóttir brautskráðust af félags- og
hugvísindabraut, Brynja María Brynjarsdóttir af listabraut, Egill Örn Benediktsson af tölvunarsviði, Sigurður Hrannar Sveinsson af
náttúruvísindabraut og Sveinn Þór Kjartansson af starfsbraut. Brynja María, Greta Kristín og Sigurður Hrannar hlutu verðlaun fyrir
glæsilegan árangur, hvert á sinni braut. Sigurður Hrannar fékk að auki ýmis verðlaun fyrir frábæran námsárangur en hann var
dúx skólans með 9,42 í meðaleinkunn.
Harpa Hrönn Harðardóttir þakkað í ávarpi nýstúdents þeim sem börðust fyrir stofnun skólans að hafa getað
stundað framhaldsskólanám í heimabyggð. Hún hvatti samnemendur sína til að eyða ekki miklum tíma í að hugsa um næsta skref.
Aðalmálið væri að setja sér markmið og vinna ötullega að þeim, mistök yrðu alltaf og hindranir en á því þyrfti
að sigrast. Lífið væri stutt, menn ættu að nota það vel og ekki hlusta á úrtöluraddir.
Lára Stefánsdóttir, skólameistari sagði í ræðu sinni að örlög hvers nemanda í framhaldsskóla réðust
fyrst og fremst af þeim ákvörðunum sem hann tæki sjálfur varðandi nám sitt. Þeir nemendur sem útskrifuðust í dag hefðu allir
tekið þá ákvörðun að ljúka námi sínu. Með þeirri ákvörðun að koma í skólann hefðu
örlög þeirra og hans tvinnast saman. Lára lýsti stolti sínu yfir að útskrifa þessa glæsilegu nemendur og sagði að starfsmenn
skólans hlökkuðu til að fylgjast með þeim úr fjarlægð.
Hjá Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur, aðstoðarskólameistara kom fram að nær eitt hundrað nemendur stunduðu nám
við skólann á vorönn. Þeir voru á breiðu aldursbili og kynjahlutfall var jafnt, 46 karlar en 53 konur. Starfsmenn skólans voru átján,
þar af fjórtán kennarar. Jóna Vilhelmína sagði að skólinn hefði skapað sér sérstöðu á sviðið lista
þar sem náðst hefði frábær árangur og sýningar á verkum nemenda vakið athygli og verið vel sóttar. Myndir frá útskrift