Matarsala nemendafélagsins

Guðni Brynjólfur
Guðni Brynjólfur
Nemendafélag MTR selur mat og drykki í skólanum. Þetta er fjáröflun fyrir félagið, það fær ákveðna prósentu af sölu. Guðni Brynjólfur Ásgeirsson, formaður nemendaráðs segir að nú geti bæði nemendur og kennarar keypt létta rétti, brauðmeti, drykki og fleira þegar hungrið sverfur að.

Nemendafélag MTR selur mat og drykki í skólanum. Þetta er fjáröflun fyrir félagið, það fær ákveðna prósentu af sölu. Guðni Brynjólfur Ásgeirsson, formaður nemendaráðs segir að nú geti bæði nemendur og kennarar keypt létta rétti, brauðmeti, drykki og fleira þegar hungrið sverfur að.
Maturinn kemur frá Aðalbakaríi á Siglufirði og starfsmenn þar skutla honum í skólann. Guðni segir að doritos-langlokan sé vinsælust. Dýrasti bitinn kostar 650 kr. Það sem er ódýrast er svali en hann kostar 90 kr. og er hægt að fá hann með jarðaberjabragði og eplabragði.
Matarsalan hefur verið í anddyri skólans en ákveðið hefur verið að flytja hana í nemendaráðsstofuna. Guðni segir að það sé ágætt að vinna í matarsölunni og að það geti verið gefandi að selja svöngum mat.

 

Höfundar texta:

Andri Mar Flosason, Geirrún Jóhanna Sigurðardóttir og Hallgrímur Sambhu Stefánsson.