Listnámsbraut getur leitt til margs

Ástþór Árnason er tvítugur nemandi á Listnámsbraut í Menntaskólanum. Hann ætlar að útskrifast um næstu jól. Eftir útskriftina stefnir Ástþór á að fara í húðflúrsskóla í Bandaríkjunum. Skólinn sem að hann langar í heitir Tattoo Learning Center og var stofnaður árið 2003.

Ástþór Árnason er tvítugur nemandi á Listnámsbraut í Menntaskólanum. Hann ætlar að útskrifast um næstu jól. Eftir útskriftina stefnir Ástþór á að fara í húðflúrsskóla í Bandaríkjunum. Skólinn sem að hann langar í heitir Tattoo Learning Center og var stofnaður árið 2003. Þegar Ástþór hefur lokið námi við Tattoo Learning Center stefnir hann á Listaháskóla Íslands eða einhverja lisatakademíu. Ástþór segist hafa byrjað að teikna mikið af “skrípamyndum” af bekkjarfélögum sínum þegar að hann var yngri. Hann fékk mikið hrós fyrir skrípakallana, sem leiddi til þess að hann er ennþá að teikna og mála. Fysta tattúið fékk Ástþór sér í minningu um bróður sinn, eftir það fór hann mikið að skoða tattúlistamenn og féll einfaldlega fyrir þeim.

Höfundur texta: Anna Lena Victorsdóttir