Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari MTR hefur lokið meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu, MPA, frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar fjallar um innra mat skóla. Í umsögn segir að mikil þörf hafi verið á athugun sem þessari og framkvæmd hennar hafi verið til fyrirmyndar. Verkefnið geti nýst vel við þróun innra mats í framhaldsskólum
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari MTR hefur lokið meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu, MPA,
frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar fjallar um innra mat skóla. Í umsögn segir að mikil þörf hafi verið á athugun sem
þessari og framkvæmd hennar hafi verið til fyrirmyndar. Verkefnið geti nýst vel við þróun innra mats í framhaldsskólum. Athugunin leiddi
í ljós að sextán árum eftir lögleiðingu sjálfsmats hafa flestir framhaldsskólar mótað innra mat sem þeir telja við
hæfi. Gerðar voru tilraunir með heilsteypt matskerfi sem ekki gengu upp og hafa flestir snúið sér að matsaðferðum sem aðlagaðar eru
þörfum hvers skóla. Innra matið er talið mjög nauðsynlegt í skólastarfinu en tilfinnanlega skortir fé og tíma til að sinna
því. Þá benda niðurstöður til þess að skort hafi undirbúning fyrir innleiðingu sjálfsmatsins og fræðslu innan
skólanna. Verkefnið var fólki ókunnugt og ekki hluti af íslenskri skólamenningu. Þurft hefði að vinna jarðveginn betur áður en
hafist var handa. Meiri og markvissari stuðning hefði einnig þurft frá ráðuneyti menntamála við innleiðinguna