07.11.2012
Menntaskólinn á Tröllaskaga stendur fyrir kynningarfundum um fisktækninám í dag og á morgun.
Fundirnir fara fram í dag, 7.nóvember kl. 17:00 í Bergi á Dalvík og á morgun, 8.nóvember kl. 17:00 í fundarsal Einingar Iðju, Eyrargötu 24b á Siglufirði.
Allir velkomnir!
Lesa meira
06.11.2012
Nemendur í listasöguáfanga leysa verkefni utandyra eftir að búið var að moka pallinn. Þeir eru að læra um impressjónisma í myndlist. Stefna impressjónistanna gekk út á að fanga birtu augnabliksins og til að gera það þurftu listamennirnir bæði að vinna hratt og vera utan dyra
Lesa meira
02.11.2012
Fjallabyggð og Dalvík hafa fellt niður skólaakstur niður í dag vegna veðurs og versnandi veðurútlits. Í ljósi þess að samgöngur verða ótryggar í dag höfum við ákveðið að fella niður kennslu en nemendur læra sjálfstætt skv. áætlun og upplýsingum í kennslukerfinu Moodle. Nemendum er velkomið að koma í skólann og læra en hvattir til að leggja ekki af stað lengri leiðir í óvissu um hvort þeir komist aftur heim.
Lesa meira
01.11.2012
Nornir tóku á móti nemendum í morgun og hótuðu að breyta þeim sem ekki höfðu klæðst í samræmi við daginn í froska, karamellur eða sleikipinna. Nemendur á starfsbraut skreyttu skólann í anda dagsins og sáu um veitingar.
Lesa meira
31.10.2012
Nemendur eru beðnir um að meta aðstæður áður en þeir leggja af stað í skóla og hafa samráð við forráðamenn séu þeir undir lögaldri. Skólaakstur frá Siglufirði og Dalvík er ákvarðaður í samráði við bifreiðastjóra sem fara yfir þau mál áður en lagt er af stað. Sé talið að veður hamli för eða sé áhættusamt eru nemendur beðnir að tilkynna það á skrifstofu skólans. Nemendur stunda þá námið heima þann dag og hafa samband við kennara í Moodle gerist þess þörf.
Lesa meira
30.10.2012
Í Menntaskólanum á Laugarvatni eru nemendur og kennarar hæstánægðir með nýju fjöltengin sín. Starfsfólk skólans kom í heimsókn í MTR í vor og rak þá augun í hin verklegu fjöltengi sem Gísli Kristinsson húsvörður smíðaði.
Lesa meira
29.10.2012
Hrollvekjudagur verður í skólanum fimmtudaginn 1. nóvember. Nemendur ætla að mæta í búningum í skólann og verða veitt verðlaun fyrir glæsilegasta búninginn. Um kvöldið verður hrollvekjudagskrá í skólanum þar sem nemendur reiða fram veitingar í anda hrollvekjunnar. Kvölddagskráin hefst klukkan 19:30
Lesa meira
25.10.2012
Nemendur og starfsmenn skólans eru beðnir um að vera meðvitaðir um það óvissustig sem Almannavarardeild Ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir. Allir eru beðnir um að kynna sér varnir fyrir jarðskjálfta og skoða umhverfi sitt til að kanna hvort hætta geti verið fyrir hendi vegna fallandi hluta eða annars sem líklegt má telja að færist úr stað í stórum skjálfta. Einnig er bent á útgönguleiðir um glugga skólans en grænt merki er undir þeim gluggum sem auðvelt er að komast út um. Sýnum ábyrgð án ótta og skoðum aðstæður í þessu ljósi.
Lesa meira
24.10.2012
Menntaskólinn á Tröllaskaga er orðinn heilsueflandi framhaldsskóli. Fáni átaksins blaktir við skólann og merki þess hefur verið komið fyrir á góðum stað. Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnisstjóri hjá Landlækni ávarpaði nemendur og starfsmenn við athöfnin þar sem áfanganum var fagnað.
Lesa meira
22.10.2012
Þriðjudaginn 23. október hefst val fyrir vorönn en því lýkur 30. október. Miðvikudaginn 24. október er fundur með umsjónarkennara kl. 10:50 og áríðandi að allir mæti. Margt spennandi í boði og um að gera að vanda val sitt vel, til að sjá áfangaframboð veljið að sjá meira. Ath leiðrétt 26. október 2012
Lesa meira