Fréttir

Brautskráning

Tólf nemendur verða brautskráðir frá skólanum á morgun. Átta brautskrást af félags- og hugvísindabraut, tveir af náttúruvísindabraut, einn af listabraut og einn af starfsbraut. Áður hafa útskrifast fjórir nemendur frá skólanum þannig að eftir morgundaginn verða þeir sextán. Athöfnin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju og hefst klukkan 11. Mynd: Fyrstu þrír stúdentarnir frá MTR
Lesa meira

Vorsýning enn opin

Í dag eru síðustu forvöð að sjá hina glæsilegu Vorsýningu skólans. Um tvö hundruð og fimmtíu manns sáu sýninguna síðastliðinn laugardag og síðan hafa ýmsir komið að sjá hana. Vitað er um þrjá nemendur; Fróða Brinks, Hrönn Helgadóttur og Ingu Margréti Benediktsdóttur sem seldu verk á sýningunni en það kunna fleiri að hafa gert
Lesa meira

Vorsýning

Sköpunarkraftur, vinnusemi og vandvirkni nemenda á vorönninni skilaði sér í glæsilegri sýningu á laugardag. Sýnd voru verk nemenda úr sjö námsáföngum, þremur almennum áföngum og fjórum áföngum á listabraut. Um tvö hundruð og fimmtíu gestir komu á sýninguna. Þessi mikli áhugi á starfsemi skólans og vinnu nemenda að nýsköpun og listum er hvatning bæði fyrir nemendur og starfsmenn skólans til að leggja hart að sér áfram. Takk fyrir komuna!
Lesa meira

Einkunnasýning á föstudag 10 - 12

Föstudaginn 18. maí kl. 10:00 - 12:00 gefst nemendur kostur á að hitta kennara sína og fara yfir niðurstöður annarinnar. Gagnrýna ef þeir telja ástæðu til en fyrst og fremst vera upplýstir um námsframvindu sína yfir önnina. Því hvetjum við alla nemendur til að skoða sínar niðurstöður. Öll gögn eru síðan geymd í eitt ár utan listaverka og annarra verka sem nemendur fara með úr húsi eftir útskrift. Þegar þau fara með þau úr húsinu teljast þau hafa samþykkt einkunn sína.
Lesa meira

Spænskur matur, nautaat og Perú

Þrír hópar nemenda kynntu lokaverkefni sín í áfanganum SPÆ1B05 í morgun. Þessi spænskuáfangi er kenndur með dreifnámssniði, kennarinn er á skype og/eða spjalli, öll verkefni eru í kennslukerfinu og þung áhersla er lögð á eigin ábyrgð nemenda og sjálfstæð vinnubrögð.
Lesa meira

H.C. Andersen-vídeó

Nemendur í tveimur dönskuáföngum gerðu fjölbreytt vídeó um H.C. Andersen og ævintýrin hans. sumir teiknuðu á mynd og töluðu á bakvið og aðrir tóku myndir og töluðu inná og einnig var einn hópur sem lék eitt af ævintýrum H.C. Andersens.
Lesa meira

Sæþór Ólafsson: Mælir með MTR

Nám og kennsla í MTR fer fram í gegnum Moodle að miklu leyti, en það er gagnvirkur vefur fyrir nemendur og kennara. Í byrjun hverrar viku fá nemendur kennsluáætlun með verkefnum og lesefni sem skila þarf í lok vikunnar. Öll verkefni eru metin til einkunnar ásamt stuttum kaflaprófum í hverju fagi fyrir sig.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna

Starfsmenn Menntaskólans taka að sjálfsögðu þátt í átakinu hjólað í vinnuna, sem hófst í gær. Í morgun kom sá starfsmaður sem lengst á að fara hjólandi. Það er Óliver Hilmarsson sem býr á Másstöðum í Skíðadal. Leiðin er um 40 kílómetrar, að mestu ofanjarðar.
Lesa meira

Vorgrill

Lið nemenda bar sigurorð af liði kennara 2-1 á fáránlegu leikunum, sem haldnir voru á lóð skólans í tengslum við grillhátíðina. Myndirnar lýsa stemmingunni, fólk naut ljúfrar samverustundar og gerði sér gott af veitingunum. Heiðdís skipulagði hátíðina en Björg sá um grillið.
Lesa meira

Efnafræði ÚTI

Kominn er vorfiðringur í nemendur og jafnvel harðsvíruðustu kennarar ekki ósnortnir. Þótt hitinn væri aðeins tvö stig skein sólin og yljaði nemendum í efnafræði 2B05 undir suðurvegg skólans. Þeir lærðu um lausnir og leysni efna.
Lesa meira