Nemendur í listasöguáfanga leysa verkefni utandyra eftir að búið var að moka pallinn. Þeir eru að læra um impressjónisma í myndlist. Stefna impressjónistanna gekk út á að fanga birtu augnabliksins og til að gera það þurftu listamennirnir bæði að vinna hratt og vera utan dyra
Nemendur í listasöguáfanga leysa verkefni utandyra eftir að búið var að moka pallinn. Þeir eru að læra um impressjónisma í
myndlist. Stefna impressjónistanna gekk út á að fanga birtu augnabliksins og til að gera það þurftu listamennirnir bæði að vinna hratt og
vera utan dyra. Bergþór Morthens, kennari, segist hafa lagt verkefnið upp þannig að nemendur hafi átt að ímynda sér að þeir væru
staddir á sólbökuðum ökrum í sunnanverðu Frakklandi. Myndirnar sem fæddust virðast þó við fyrstu sýn fremur minna á
fjallahringinn í Ólafsfirði en fjöll Suður-Frakklands. En það skiptir ekki öllu máli því eins og við vitum er sköpunarferlið
og túlkun listamannsins á myndefninu mikilvægara en myndefnið sjálft í impressjónismanum. Myndir