Menntaskólinn að Laugarvatni
Í Menntaskólanum á Laugarvatni eru nemendur og kennarar hæstánægðir með nýju fjöltengin sín. Starfsfólk skólans kom í heimsókn í MTR í vor og rak þá augun í hin verklegu fjöltengi sem Gísli Kristinsson húsvörður smíðaði.
Í Menntaskólanum á Laugarvatni eru nemendur og kennarar hæstánægðir með nýju fjöltengin sín. Starfsfólk skólans kom
í heimsókn í MTR í vor og rak þá augun í hin verklegu fjöltengi sem Gísli Kristinsson húsvörður smíðaði.
Laugvetningar sáu að tengin voru traustleg, ekki líklegt að þau hyrfu óvart ofan í tösku og að hvert þeirra gæti veitt níu
fartölvum straum. Hús á Laugarvatni voru reist löngu áður en fartölvueign varð almenn og því ekki innstungur um allt. Stjórnendur ML
fóru þess á leit við Gísla að hann smíðaði einnig fjöltengi handa þeim. Það hefur hann nú gert með aðstoð
Raftækjavinnustofunnar og Trésmíði sf. Lesa má um ánægju starfsmanna Menntaskólans á Laugarvatni á heimasíðu skólans
og þaðan er myndin með fréttinni fengin.
http://www.ml.is/index.php ?option=com_content&view=article&id=473:troellaskagafjoeltengin&catid=58:nyjar-frettir