Fréttir

Valáfangar miðannarviku - skráning til 26. september

Lýsingar og skráningablöð eru í afgreiðslu, allir nemendur skrái sig í einn áfanga. Ekki er hægt að fá frí þessa viku. Nemendur með frjálsa mætingu eru beðnir að hafa samband við áfangastjóra ef þeir eiga erfitt með að mæta í allar kennslustundir í þeim áfanga sem þau eru í.
Lesa meira

Nemendur og kennari í sjósundi

Í Ólafsfirði er Bað- og sjósundfélag Ólafsfjarðar en íbúar í Fjallabyggð hafa verið duglegir að skella sér í sjóinn og synda bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Nokkrir nemendur hafa verið að synda en einnig er Bergþór Morthens listakennari iðinn við að kafa öldur í sjósundi.
Lesa meira

Fisktækninám styrkt

Menntamálaráðuneytið hefur veitt Menntaskólanum á Tröllaskaga og tveimur öðrum skólum styrk til að þróa nám í fisktækni. MTR sótti ásamt Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um styrk til að efla starfsmenntun. Árangurinn er fjórar og hálf milljón króna.
Lesa meira

Bilun í tölvukerfi MTR - búið að laga

Aðal miðlari (server) skólans bilaði í dag, viðgerð stendur yfir. Á meðan er ekki hægt að komast í Moodle. Bilunin reyndist vera í hitamæli miðlarans sem gert var við og kom tölvukerfið aftur upp í fulla virkni rétt fyrir miðnætti.
Lesa meira

Nýnemar í MTR

Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga eru 178. Þar af er 51 nýnemi sem er staðnemi. Þá eru ekki meðtaldir nýnemar sem eru í fjarnámi. Nýnemunum Þórdísi Rögnvaldsdóttur og Alexíu Maríu Gestsdóttur líst vel á skólavistina.
Lesa meira

Stórafmæli

Helen Meyers, stuðningsfulltrúi fagnar 50 ára afmæli í dag og nemendur á starfsbraut hafa fagnað með henni og lagt sig fram við að gera henni glaðan dag. Þau kölluðu hana “50 ára gelluna sína” og gáfu henni meðal annars myndverk og ljóð
Lesa meira

Kvöldskemmtun

Nemendaráð MTR heldur kvöldskemmtun í skólanum, miðvikudagskvöldið 12. september, kl. 20-22:30. Skemmtunin fer fram í húsi skólans og verður meðal annars boðið upp á Fifa tölvuspil og borðspil fyrir þá sem það kjósa. Sýnd verður kvikmynd og veitingar verða í boði nemendafélagsins. Ferðir verða frá Dalvík og Siglufirði. Nemendafélagið Trölli vonar að sem flestir mæti og njóti samverunnar þessa kvöldstund.
Lesa meira

400 tonn úr kjallaranum

Tjón hefur orðið af vatni í húsum Menntaskólans og Grunnskólans í Ólafsfirði eftir úrhellið í gær og nótt. Síðan í gærkvöldi er Slökkviliðið búið að dæla um 400 tonnum af vatni upp úr kjallara MTR. Gísli Kristinsson, húsvörður segir að nokkurt tjón hafi orðið en það sé ekki fullkannað.
Lesa meira

Dalvíkingar í stjórn

Aðalfundur Foreldrafélags MTR var haldinn í framhaldi af kynningarfundi með forráðamönnum nýnema. Tvö sæti voru laus í átta manna stjórn og varastjórn félagsins. Nýju fulltrúarnir koma báðir frá Dalvík, Hólmfríður Skúladóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir, sem er varamaður. Þetta er vel við hæfi þar sem nemendum frá Dalvík hefur fjölgað mikið frá fyrra skólaári. Aðrir aðalfulltrúar eru Sigríður Karlsdóttir, formaður, Björg Traustadóttir, Guðný Róbertsdóttir og Sóley Reynisdóttir.
Lesa meira

“Nýtt plott”

Nýr búnaður var tekinn í notkun í efna- og eðlisfræðistofu skólans í vikunni. Nemendur í eðlisfræði, sautján manna hópur, notar þessi tæki til að læra undirstöðuatriði hreyfifræðinnar. Hún fjallar um hraða, hreyfingar og stefnu hluta, segir Óliver Hilmarsson, eðlisfræðikennari.
Lesa meira