Fréttir

Hrollvekjudagur

Hrollvekjudagur verður í skólanum fimmtudaginn 1. nóvember. Nemendur ætla að mæta í búningum í skólann og verða veitt verðlaun fyrir glæsilegasta búninginn. Um kvöldið verður hrollvekjudagskrá í skólanum þar sem nemendur reiða fram veitingar í anda hrollvekjunnar. Kvölddagskráin hefst klukkan 19:30
Lesa meira

Forvarnir vegna jarðskjálftavár

Nemendur og starfsmenn skólans eru beðnir um að vera meðvitaðir um það óvissustig sem Almannavarardeild Ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir. Allir eru beðnir um að kynna sér varnir fyrir jarðskjálfta og skoða umhverfi sitt til að kanna hvort hætta geti verið fyrir hendi vegna fallandi hluta eða annars sem líklegt má telja að færist úr stað í stórum skjálfta. Einnig er bent á útgönguleiðir um glugga skólans en grænt merki er undir þeim gluggum sem auðvelt er að komast út um. Sýnum ábyrgð án ótta og skoðum aðstæður í þessu ljósi.
Lesa meira

Eflum heilsuna!

Menntaskólinn á Tröllaskaga er orðinn heilsueflandi framhaldsskóli. Fáni átaksins blaktir við skólann og merki þess hefur verið komið fyrir á góðum stað. Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnisstjóri hjá Landlækni ávarpaði nemendur og starfsmenn við athöfnin þar sem áfanganum var fagnað.
Lesa meira

Val fyrir vorönn

Þriðjudaginn 23. október hefst val fyrir vorönn en því lýkur 30. október. Miðvikudaginn 24. október er fundur með umsjónarkennara kl. 10:50 og áríðandi að allir mæti. Margt spennandi í boði og um að gera að vanda val sitt vel, til að sjá áfangaframboð veljið að sjá meira. Ath leiðrétt 26. október 2012
Lesa meira

Glæsileg uppskeruhátíð

Gestir í Tjarnarborg nutu síðdegis í gær ávaxtanna af starfi nemenda í tónlistarbúðum og við skapandi skrif í þemavikunni. Fjórir hópar fluttu tónlistaratriði, samtals níu lög, allt frá ljúfum söngdúett til hávaðasams þungarokks. Fjögur ólík atriði komu frá hópnum sem lagði stund á skapandi skrif.
Lesa meira

Þrekraun á hjóli

Nemendur í íþróttahópi þemavikunnar unnu þrekvirki í gær og komu sumir sjálfum sér á óvart. Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari, skipulagði reiðhjólaferð frá Ólafsfirði yfir Lágheiði, um Ketilás til Siglufjarðar og þaðan í gegn um göngin til Ólafsfjarðar. Þátttaka var góð og almenn ánægja með ferðina er heim var komið.
Lesa meira

Hvalaskoðun í sjávarútvegsfræði

Nemendur í sjávarútvegsfræði fóru í hvalaskoðun í gær frá Dalvík með Önnu Maríu kennara sínum. Nemendur í heimildaljósmyndun slógust með í för og tóku myndir í ferðinni.
Lesa meira

Skemmtun fyrir íbúa og aðra

Fimmtudaginn 18. október klukkan 18:00 verður skemmtun í Tjarnarborg þar sem nemendur skólans sýna afraksturinn úr tónlistarbúðum og námi í skapandi skrifum. Nú er um að gera að sjá okkar skapandi fólk! Nokkrar hljómsveitir, skáld og fleiri! Nokkuð sem enginn má missa af. Komið hlustið og njótið - frítt inn!
Lesa meira

Brimbretti og sjósund

Nokkrir nemendur reyndu fyrir sér á brimbretti. Allir náðu fínum öldum – náðu að láta sig renna á öldunni upp í fjöru. Vinsældir sjósunds fara vaxandi í Ólafsfirði enda ekki ósjaldan að hitastigið í sjónum er hærra en lofthitinn.
Lesa meira

Sjávarútvegsfræði

Nemendur í sjávarútvegsfræði krufðu fiska í dag. Ilmur af fiskum fór um alla ganga og torkennilegustu kvikindi birtust upp úr stóru fiskkari. Allt var vandlega skoðað og ýmislegt óvænt kom innan úr fiskunum. Nemendur í frétta- og heimildaljósmyndun skrásettu viðburði.
Lesa meira