Fréttir

Gestir frá Primex

Líftæknifyrirtækið Primex á Siglufirði fékk nýsköpunarverðlaun Íslands á síðasta ári. Primex framleiðir efni í snyrtivörur, til að græða sár og til að blanda í fæðubótarefni. Hráefnið er rækjuskel en úr einu tonni af skel fást aðeins 30 kíló af hinu virka efni. Megnið af framleiðslunni er selt til annarra fyrirtækja en lítill hluti fer á neytendamarkað.
Lesa meira

Kennarar á skólabekk

Kennarar skólans sátu eftir að kennslu á haustönn lauk námskeið um grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru sex en að þessu sinni var farið í tvo. Annars vegar lýðræði og mannréttindi og hins vegar sjálfbærni. Leiðbeinendur voru Ármann Halldórsson og Ester Ýr Jónsdóttir og var námskeiðið bæði gagnlegt og skemmtilegt.
Lesa meira

Sjávarnytjar í Tröllaskagaáfanga

Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri Rammans var gestur í Tröllaskagaáfanga í gær. Hann greindi nemendum meðal annars frá því að síðan hann hóf störf í sjávarútvegi hefði hann ekki séð jafn mikla verðlækkun á skömmum tíma og orðið hefði á þoski á síðasta mánuði.
Lesa meira

Fyrsti skóladagur vorannar

Í dag er fyrsti skóladagur vorannar og var einstaklega gaman að fá nemendur aftur glaða og bjartsýna í skólann. Nemendur eru tæplega 200 af þeim um 40 fjarnemar og 15 grunnskólanemar sem taka staka áfanga. Mest er aðsóknin í listljósmyndun og inngangsáfanga í listum og félagsvísindum. Einn starfsmaður bættist í hópinn stuðningsfulltrúi á starfsbraut Úlfar Agnarsson sem við bjóðum velkominn í hópinn. Við hlökkum til annarinnar sem verður áreiðanlega spennandi og full af nýjum ævintýrum.
Lesa meira

Gleðilegt ár 2013

Skóli hefst föstdaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Gleðileg jól

Menntaskólinn á Tröllaskaga sendir nemendum sínum, starfsfólki og velunnurum öllum hugheilar jóla- og nýársóksir.
Lesa meira

Ávarp nýstúdents

Gísli Hvanndal flutti ávarp nýstúdents á útskrift skólans.
Lesa meira

Útskrift nýstúdenta

Þann 20. desember brautskráðust 6 stúdentar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga og bætast í hóp þeirra 18 nemenda sem þegar hafa útskrifast. Útskriftarathöfnin fór fram í Ólafsfjarðarkirkju en á eftir voru léttar veitingar í skólanum. Við athöfnina var afhjúpað verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur frá Siglufirði, kind með tvö lömb sem ætla að ferðast um skólann. Við erum stolt af nemendum okkar, þau hafa náð markmiði sínu og við hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Lesa meira

Brautskráning haust 2012

Þann 20. desember kl. 17:00 fer fram brautskráning sex stúdenta frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Athöfnin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju en á eftir er gestum boðið í léttar veitingar í skólanum. Fjórir munu útskrifast af félags- og hugvísindabraut og tveir af náttúruvísindabraut. Allir eru velkomnir á útskrift skólans.
Lesa meira

Kvennalið í Gettu betur

Þrjár stúlkur, Arndís Lilja Jónsdóttir, Kristlaug Inga Sigurpálsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir munu keppa fyrir hönd skólans í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin hefst 7. janúar. Nemendafélagið hvetur alla til þess að fylgjast vel með dagskrá vorannar og taka virkan þátt í atburðum og uppákomum
Lesa meira