Sjávarnytjar í Tröllaskagaáfanga

Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri Rammans var gestur í Tröllaskagaáfanga í gær. Hann greindi nemendum meðal annars frá því að síðan hann hóf störf í sjávarútvegi hefði hann ekki séð jafn mikla verðlækkun á skömmum tíma og orðið hefði á þoski á síðasta mánuði.

Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri Rammans var gestur í Tröllaskagaáfanga í gær. Hann greindi nemendum meðal annars frá því að síðan hann hóf störf í sjávarútvegi hefði hann ekki séð jafn mikla verðlækkun á skömmum tíma og orðið hefði á þoski á síðasta mánuði.

Ástæða verðlækkunarinnar er einkum mikið framboð af þorski úr Baretshafi en einnig erfitt efnahagsástand í Evrópuríkjunum þar sem þorskneyslan er mest. Lækkunin hefur veruleg áhrif á afkomu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna. Áhrifin verða því meiri sem þorskur er hærra hlutfall af afurðunum. Um tvö hundruð og fimmtíu menn vinna hjá Ramma, þar af um hundrað og fimmtíu sjómenn. Fyrirtækið er stærsti launagreiðandi í Fjallabyggð og Þorlákshöfn og í hópi tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.

Þemað í Tröllaskagaáfangnum að þessu sinni eru sjávarnytjar og tengd starfsemi. Áfanginn var síðast kenndur á vorönn 2012 en þá var þemað ferðaþjónusta og afþreying.