Líftæknifyrirtækið Primex á Siglufirði fékk nýsköpunarverðlaun Íslands á síðasta ári. Primex framleiðir efni í snyrtivörur, til að græða sár og til að blanda í fæðubótarefni. Hráefnið er rækjuskel en úr einu tonni af skel fást aðeins 30 kíló af hinu virka efni. Megnið af framleiðslunni er selt til annarra fyrirtækja en lítill hluti fer á neytendamarkað.
Líftæknifyrirtækið Primex á Siglufirði fékk nýsköpunarverðlaun Íslands á síðasta
ári. Primex framleiðir efni í snyrtivörur, til að græða sár og til að blanda í fæðubótarefni. Hráefnið er
rækjuskel en úr einu tonni af skel fást aðeins 30 kíló af hinu virka efni. Megnið af framleiðslunni er selt til annarra fyrirtækja en lítill
hluti fer á neytendamarkað.
Sigríður Vigfúsdóttir, markaðssstjóri og Rúna Sigurðardóttir, sölustjóri í Primex
sögðu nemendum í Tröllaskagaáfanga frá frá rekstri fyrirtækisins, sögu og framtíðaráformum í dag. Meðal
nýjunga sem unnið er að er þróun efnis til að auka geymsluþol matvæla, til dæmis fiskjar. Stærsti markaður fyrir framleiðslu Primex er
núna í Bandaríkjunum (43%), Evrópuríki eru í öðru sæti (29%) en afgangurinn (28%) er í Asíu og það er sá
markaður þar sem vöxtur er mestur. Primex veltir 5-600 milljónum króna á ári. Starfsmenn eru 14 og vinnur um helmingur í verksmiðjunni en
helmingur við rannsóknir, markaðs- og sölustörf.