Kennarar skólans sátu eftir að kennslu á haustönn lauk námskeið um grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru sex en að þessu sinni var farið í tvo. Annars vegar lýðræði og mannréttindi og hins vegar sjálfbærni. Leiðbeinendur voru Ármann Halldórsson og Ester Ýr Jónsdóttir og var námskeiðið bæði gagnlegt og skemmtilegt.
Kennarar skólans sátu eftir að kennslu á haustönn lauk námskeið um grunnþætti nýrrar aðalnámskrár.
Grunnþættirnir eru sex en að þessu sinni var farið í tvo. Annars vegar lýðræði og mannréttindi og hins vegar sjálfbærni.
Leiðbeinendur voru Ármann Halldórsson og Ester Ýr Jónsdóttir og var námskeiðið bæði gagnlegt og skemmtilegt.
Fram kom að ágreiningur er um það í hópi sérfræðinga á sviði menntavísinda hvort sjálfbærni sé yfirhugtak
sem feli í sér hinna grunnþættina fimm eða hvort allir þættirnir sex séu sjálfstæðir og jafngildir. Ármann kenndi um
lýðræði og mannréttindi og stýrði verklegri æfingu í heimspekilegum samræðuaðferðum. Ármann kennir ensku og heimspeki
við Verzlunarskóla Íslands og vinnur að meistaraverkefni um lýðræði í framhaldsskólum. Ester Ýr kynnti margvíslegt kennsluefni
um sjálfbærni og fjallaði um félagslega, efnahagslega og umhverfislega þætti auk virkra kennsluaðferða. Í vinnustofu eftir fyrirlestur hennar
æfðu kennarar sḱólans sig í að horfa á þetta efni frá sjónarhóli fyrirtækja, neytenda, kennara og stjórnvalda. Ester
Ýr er raungreinakennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara.