Fréttir

Tökur hafnar

Starfsbrautarnemendur hafa á haustönninni undirbúið gerð stuttmyndar þar sem bræðurnir frá Bakka í Svarfaðardal verða í lykilhlutverki. Handrit er tilbúið og tökur hófust á Siglufirði í gær. Á starfsbrautinni eru nemendur frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði og verður myndin tekin í öllum byggðarlögunum þremur.
Lesa meira

Menningar- og listaferð

Nemendur í Inngangi að listum lærðu margt í menningar- og listaferð sinni til Akureyrar í gær. Nemendur skoðuðu hvern krók og kima í Listagilinu. Fyrsti viðkomustaður var Ketilhúsið þar sem stendur yfir sýningin Ars Borealis. Hún veitir innsýn í líf á norðurslóðum fyrr og nú.
Lesa meira

Breyttur skólaakstur næstu daga

Vegna þess að engin kennsla verður í Grunnskóla Fjallabyggðar verður akstur á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með breytt sniði til og með þriðjudagsins 20. nóvember, hægt er að sjá aksturstöfluna með því að smella á Lesa meira
Lesa meira

Unnið í óveðrinu

Skólaakstur féll niður í dag vegna óveðurs og flestir nemendur eru væntanlega heima hjá sér að læra. Einn og einn hefur þó komið í skólann og sinnt námi þar. Ástþór Árnason kom til dæmis eftir hádegið og lærði íslensku og Hrönn Helgadóttir lét sig hafa það að fara út og mála impressioniskt verk á skólalóðinni þrátt fyrir óhagstætt verður.
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag - nemendur læra heima

Fjallabyggð og Dalvík hafa fellt niður skólaakstur niður í dag vegna veðurs og versnandi veðurútlits. Í ljósi þess að samgöngur verða ótryggar í dag höfum við ákveðið að fella niður kennslu en nemendur læra sjálfstætt skv. áætlun og upplýsingum í kennslukerfinu Moodle. Nemendum er velkomið að koma í skólann og læra en hvattir til að leggja ekki af stað lengri leiðir í óvissu um hvort þeir komist aftur heim
Lesa meira

Skuggasköpun

Nemendur listnámsbrautar opna á morgun föstudag sýningu í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Sýndur verður afrakstur verkefnis þar sem unnið var með þemað “skuggar”. Sýningin verður opnuð klukkan sextán á morgun og verður opin til 18. nóvember. Allir eru velkomnir á meðan Berg er opið.
Lesa meira

Stöðupróf

Hægt er að taka stöðupóf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í Menntaskólanum við Hamrahlíð í lok nóvember og byrjun desember.
Lesa meira

Kynningarfundir vegna fisktæknibrautar

Menntaskólinn á Tröllaskaga stendur fyrir kynningarfundum um fisktækninám í dag og á morgun. Fundirnir fara fram í dag, 7.nóvember kl. 17:00 í Bergi á Dalvík og á morgun, 8.nóvember kl. 17:00 í fundarsal Einingar – Iðju, Eyrargötu 24b á Siglufirði. Allir velkomnir!
Lesa meira

Impressjónísk hughrif

Nemendur í listasöguáfanga leysa verkefni utandyra eftir að búið var að moka pallinn. Þeir eru að læra um impressjónisma í myndlist. Stefna impressjónistanna gekk út á að fanga birtu augnabliksins og til að gera það þurftu listamennirnir bæði að vinna hratt og vera utan dyra
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag - nemendur læra heima

Fjallabyggð og Dalvík hafa fellt niður skólaakstur niður í dag vegna veðurs og versnandi veðurútlits. Í ljósi þess að samgöngur verða ótryggar í dag höfum við ákveðið að fella niður kennslu en nemendur læra sjálfstætt skv. áætlun og upplýsingum í kennslukerfinu Moodle. Nemendum er velkomið að koma í skólann og læra en hvattir til að leggja ekki af stað lengri leiðir í óvissu um hvort þeir komist aftur heim.
Lesa meira