06.03.2013
Búið er að hafa samband við alla kennara og niðurstaðan sú að nemendur geta lokið námi vikunnar án sérstakra aðgerða. Verður því ekki gripið til þess að stytta páskafrí eða lengja önnina að svo komnu máli þrátt fyrir að starfsemi í skólahúsnæðinu hafi fallið niður vegna veðurs í þrjá daga. Fjölmargir nemendur eru duglegir við nám sitt og hafa verið í samskiptum við kennara sína og allir nemendur hafa það sem þarf til að ljúka námi sínu þessa vikuna. Einu breytingarnar sem verða er að ...
Lesa meira
05.03.2013
Áfangar í boði næstu haustönn eru komnir inn. Nemendur sem ætla að halda áfram í skólanum næsta haust eru beðnir um að velja áfanga í samráði við umsjónarkennara sína og forráðamenn séu þeir undir 18. ára aldri. Athugið að verið getur að áfangar falli niður og eru nemendur því beðnir um að gæta þess vel að velja áfanga til vara í vali sínu. Ekki er gert ráð fyrir nemendum sem ekki velja næsta haust og áskilur skólinn sér rétt til að ráðstafa skólaplássum þeirra. Valtímabili lýkur 12. mars 2013.
Sjá tengil á lista yfir áfanga þegar fréttin er opnuð en annars undir "Námið".
Lesa meira
05.03.2013
Í miðannarvikunni atti hluti nemendanna okkar kappi við tímann með það að markmiði að búa til vandaða möppusíðu á netinu sem stundum er kallað "portfolio". Hluti nemanna vann stafrænar eftirtökur af málverkum og teikningum sem síðan fengu stað í möppunni á meðan aðrir smöluðu saman stafrænum ljósmyndum.
Lesa meira
28.02.2013
Fjölmennasti áfanginn í miðannarvikunni gefur út skólablað. Þar verður viðtal við Láru skólameistara, Heiðu Símonar athafnakonu á Dalvík og Guðmund Ólafsson leikstjóra. Einnig verður fjallað um blakmenninguna á Siglufirði og væntanlegan golfvöll, sjósund í Ólafsfirði, klifurvegg á Dalvík og margt fleira. Blaðið verður borið í öll hús í Fjallabyggð og á Dalvík.
Lesa meira
28.02.2013
Það krefst ákveðinnar tækni að nota venjulegar myndir sem hráefni í hreyfimyndir. Hægt er að læra að setja myndirnar þannig saman að úr verði myndband sem lítur út fyrir að hafi verið tekið upp sem hreyfimynd. Alice Liu kennir nemendum þessa tækni í miðannarvikunni og á föstudag klukkan 11 verður afraksturinn sýndur í skólanum.
Lesa meira
27.02.2013
Eitt þeirra verkefna sem nemendur spreyta sig á nú í miðannarvikunni er að læra meira um þær vélar sem þeim er flestum tamast að nota. Að skrúfa sundur gamla fartölvu og setja hana saman aftur krefst ákveðinnar leikni og nákvæmni. Hjá sumum gengu nokkrar skrúfur af og þá þurfti að fara yfir málið að nýju.
Lesa meira
27.02.2013
Útivistarhópur undir stjórn Ásdísar Sigurðardóttur reyndi nýja íþótt á lóð skólans í morgun. Þetta er yugigessen sem gengur út á að sækja fána yfir á svæði andstæðingsins. Á meðan menn reyna það skjóta andstæðingarnir snjóboltum að sóknarmönnum. Á vellinum eru virki til skjóls í sókninni. Nemendur hlóðu virkin í morgun. Þeir voru þungir í gang en leikgleðin tók yfir þegar keppnin hófst.
Lesa meira
26.02.2013
Eitt verkefna nemenda í stjórnmálafræði er að velja málefni af félagslegum eða pólitískum toga sem hátt ber í fréttum, gera grein fyrir því í stuttri frásögn og stýra umræðum í kennslustund. Dana Rún og Jón Árni fjölluðu um lyfjapróf á vinnumarkaði í síðustu viku og urðu nokkuð líflegar umræður eftir fyrirlestur þeirra.
Lesa meira
25.02.2013
Nemendur í Vetraríþróttum eiga að hitta Ásdísi í Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag 25.02.
Lesa meira
22.02.2013
Fyrirlesarar í Tröllaskagaáfanga í dag voru nokkrir gamlir nemendur, sumir útskrifaðir. Þeir greindu frá reynslu sinni af nýsköpunarverkefni sem þeir gerðu þegar þeir tóku áfangann. Nemendur sem nú eru í áfanganum hafa þegar skipt sér í nokkra hópa og munu nota allan síðari hluta annarinnar til að gera slík verkefni.
Lesa meira