Snjóþakið hjól. Mynd: Lára Stefánsdóttir
Búið er að hafa samband við alla kennara og niðurstaðan sú að nemendur geta lokið námi vikunnar án sérstakra aðgerða. Verður því ekki gripið til þess að stytta páskafrí eða lengja önnina að svo komnu máli þrátt fyrir að starfsemi í skólahúsnæðinu hafi fallið niður vegna veðurs í þrjá daga. Fjölmargir nemendur eru duglegir við nám sitt og hafa verið í samskiptum við kennara sína og allir nemendur hafa það sem þarf til að ljúka námi sínu þessa vikuna. Einu breytingarnar sem verða er að ...
Búið er að hafa samband við alla kennara og niðurstaðan sú að nemendur geta lokið námi vikunnar án sérstakra aðgerða.
Verður því ekki gripið til þess að stytta páskafrí eða lengja önnina að svo komnu máli þrátt fyrir að starfsemi
í skólahúsnæðinu hafi fallið niður vegna veðurs í þrjá daga. Fjölmargir nemendur eru duglegir við nám sitt og hafa
verið í samskiptum við kennara sína og allir nemendur hafa það sem þarf til að ljúka námi sínu þessa vikuna. Einu breytingarnar
sem verða er að tónlistarhluta í Inngangi að listum verður fram haldið eina viku í viðbót og málunarhluti styttist sem því
nemur.
Nemendur eru hvattir til að vera duglegir við nám sitt undir eigin stjórn og sýna hvað í þeim býr.