Fyrirlesarar í Tröllaskagaáfanga í dag voru nokkrir gamlir nemendur, sumir útskrifaðir. Þeir greindu frá reynslu sinni af nýsköpunarverkefni sem þeir gerðu þegar þeir tóku áfangann. Nemendur sem nú eru í áfanganum hafa þegar skipt sér í nokkra hópa og munu nota allan síðari hluta annarinnar til að gera slík verkefni.
Fyrirlesarar í Tröllaskagaáfanga í dag voru nokkrir “gamlir nemendur”, sumir útskrifaðir. Þeir greindu frá reynslu sinni af
nýsköpunarverkefni sem þeir gerðu þegar þeir tóku áfangann. Nemendur sem nú eru í áfanganum hafa þegar skipt sér
í nokkra hópa og munu nota allan síðari hluta annarinnar til að gera slík verkefni.
Kolbrún og Salóme skipulögðu á vorönn í fyrra – ásamt fleirum – landsmót í strandblaki á Siglufirði.
Arndís Lilja og Þórhildur lögðu hins vegar drög að tómstundabúðum fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára, ásamt félaga
sínum og kölluðu þau fyrirtækið Fimbulkletta. Myndir