14.02.2013
Skemmtilegur fyrirlestur um sjálfsmynd stelpna og ungra kvenna verður haldinn hér í Menntaskólanum á morgun, þriðjudag, klukkan 15:30. Fyrirlesturinn verður á Bókasafninu (í syðstu). Allar stelpur eru hvattar til að mæta.
Lesa meira
14.02.2013
Nemendur sem eru undir 18 ára aldri eru minntir á að þeir þurfa að skila inn undirrituðu leyfi frá foreldrum áður en þeir leggja af stað til Lauga. Við óskum okkar keppendum góðs gengis og hlökkum til að sjá þessa flottu og spennandi keppni.
Lesa meira
14.02.2013
Þegar fiskvinnsla Íslendinga fluttist að verulegu leyti út á sjó urðu úrfellingar og ryð alvarlegt vandamál. Þetta olli bæði lélegri nýtingu og auknum viðhaldskostnaði. Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Vélfags í Ólafsfirði, sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga frá því fyrr í vikunni hvernig fyrirtækið hefði reynt að leysa þessi vandamál.
Lesa meira
13.02.2013
Kennarar og nemendur í Menntaskólanum halda upp á daginn með ýmsu móti. Sumir mættu í skrautklæðum í morgun. Hljóðkerfi er uppsett í anddyri skólans og hægt að taka þar lagið svo hljómi um skólann. Nemendur hafa í morgun meðal annars sungið um krumma í klettagjá og gamla Nóa. Gestir eru hjartanlega velkomnir og verða leystir út með góðgæti.
Lesa meira
12.02.2013
Skráning hefst miðvikudaginn 13.02.2013 kl. 10:55
Kúrsar í boði
Lesa meira
12.02.2013
Nemendur eru duglegir að fara vítt og breitt í listljósmyndun. Auk þess að taka myndir í tengslum við verkefni sín hittast þau oft til að mynda norðurljós á kvöldin og stundum langt frameftir. Á sunnudagskvöldið gafst kjörið tækifæri, góð norðurljós, ylur í lofti og gaman að mynda. Hér er Hrönn Helgadóttir nemandi skólans við norðurljósamyndatöku á sjávarbakkanum við Ósbrekkusand.
Lesa meira
11.02.2013
ATH Aflið kemur í skólann 20. febrúar.
Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem Nemendafélagið Trölli hefur fengið til að vera með fyrirlestur í skólanum. Hann verður miðvikudaginn 20. febrúar í fundatímanum kl. 11-12 í Bókasafninu. Tugir fólks sem beitt hefur verið ofbeldi leitar aðstoðar hjá Aflinu á hverju ári. Í skýrslu samtakanna kemur fram að árið 2011 hafi leitað þangað 14 konur, 12 karlmenn og 33 aðstandendur. Trölli hvetur alla nemendur til að koma á fyrirlesturinn og kynna sér málið.
Lesa meira
11.02.2013
Nemendur í Tröllaskagaáfanga nutu fræðslu tveggja togarasjómanna á föstudag. Andri Viðar Víglundsson, vinnslustjóri á Kleifabergi RE og Rögnvaldur Jónsson 2. stýrimaður á sama skipi greindu frá því hvernig togveiðar fara fram. Þeir sögðu frá skipulagi vinnunnar um borð, hvernig ákveðið væri hvaða tegundir ætti að veiða og hvernig veiðarfærið troll virkar.
Lesa meira
08.02.2013
Nemendur í næringarfræði 2A gerðu graut úr byggi með eplum og kanel, möndlustykki og hafra-músli-köku. Markmiðið með gerð þessarra rétta var að læra að búa til holla og kolvetnaríka orkubita á einfaldan hátt. Nemendum í áfanganum smökkuðust kræsingarnar misvel en afgangurinn endaði á kennarastofunni og þótti góður.
Lesa meira
06.02.2013
Brynja Sigurðardóttir og Guðrún Ósk Gestsdóttir eru í hópi nemenda í áfanganum barna- og unglingaþjálfun. Menntaskólanemarnir þjálfa nemendur í Leikskóla Fjallabyggðar, Grunnskóla Fjallabyggðar og íþróttafélögum. Brynja og Guðrún Ósk segja að það sé lærdómsríkt að umgangast litla krakka og læra að halda uppi aga í tímum með þe
Lesa meira