Fréttir

Fyrsti skóladagur vorannar

Í dag er fyrsti skóladagur vorannar og var einstaklega gaman að fá nemendur aftur glaða og bjartsýna í skólann. Nemendur eru tæplega 200 af þeim um 40 fjarnemar og 15 grunnskólanemar sem taka staka áfanga. Mest er aðsóknin í listljósmyndun og inngangsáfanga í listum og félagsvísindum. Einn starfsmaður bættist í hópinn stuðningsfulltrúi á starfsbraut Úlfar Agnarsson sem við bjóðum velkominn í hópinn. Við hlökkum til annarinnar sem verður áreiðanlega spennandi og full af nýjum ævintýrum.
Lesa meira

Gleðilegt ár 2013

Skóli hefst föstdaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Gleðileg jól

Menntaskólinn á Tröllaskaga sendir nemendum sínum, starfsfólki og velunnurum öllum hugheilar jóla- og nýársóksir.
Lesa meira

Ávarp nýstúdents

Gísli Hvanndal flutti ávarp nýstúdents á útskrift skólans.
Lesa meira

Útskrift nýstúdenta

Þann 20. desember brautskráðust 6 stúdentar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga og bætast í hóp þeirra 18 nemenda sem þegar hafa útskrifast. Útskriftarathöfnin fór fram í Ólafsfjarðarkirkju en á eftir voru léttar veitingar í skólanum. Við athöfnina var afhjúpað verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur frá Siglufirði, kind með tvö lömb sem ætla að ferðast um skólann. Við erum stolt af nemendum okkar, þau hafa náð markmiði sínu og við hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Lesa meira

Brautskráning haust 2012

Þann 20. desember kl. 17:00 fer fram brautskráning sex stúdenta frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Athöfnin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju en á eftir er gestum boðið í léttar veitingar í skólanum. Fjórir munu útskrifast af félags- og hugvísindabraut og tveir af náttúruvísindabraut. Allir eru velkomnir á útskrift skólans.
Lesa meira

Kvennalið í Gettu betur

Þrjár stúlkur, Arndís Lilja Jónsdóttir, Kristlaug Inga Sigurpálsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir munu keppa fyrir hönd skólans í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin hefst 7. janúar. Nemendafélagið hvetur alla til þess að fylgjast vel með dagskrá vorannar og taka virkan þátt í atburðum og uppákomum
Lesa meira

Nýr formaður

Lilja Björk Jónsdóttir hefur tekið við sem formaður Nemendafélagsins Trölla af Guðna Brynjólfi Ásgeirssyni. Hann brautskráist frá skólanum á fimmtudaginn kemur. Formannaskiptin fóru fram við hátíðlega athöfn á jólaskemmtun skólans og þar voru Guðna Brynjólfi þökkuð vel unnin störf.
Lesa meira

Menntaskólamús

Óliver náttúrufræðikennari fékk verkefni við hæfi þegar Björg ræstitæknir fann hagamús undir skrifborði Ingu stærðfræðikennara. Einhvern veginn hefur músin reiknað út að þetta væri góður staður því ljóst var af ummerkjum að hún hafði haldið þarna til um hríð. Ákveðið var að sleppa músinni á lóð skólans og gefa henni færi á að spjara sig í náttúrulegu umhverfi.
Lesa meira

Sjónlistir og ballöður

Vel á þriðja hundrað gestir sáu haustsýningu skólans á laugardag. Sýndur er afrakstur vinnu nemenda í myndlist, listljósmyndun, upplýsinga- og tæknimennt og ensku auk þess sem nemendur starfsbrautar kynntu nýútkomið blað sitt. Ballöður, valsar og gítardúettar tónlistarnema hljómuðu í bakgrunni. Sýningin verður opin til 20. desember á þeim tíma sem skólinn er opinn.
Lesa meira