Fréttir

Bragfræði

Páll Helgason, kennari frá Siglufirði var gestur nemenda á starfsbraut í dag. Hann kenndi þeim grunnatriði í bragfræði, svo sem að þekkja rímorð, stuðla og höfuðstafi. Mikil kúnst er að gera góðar vísur þar sem öllum reglum er fylgt. Páll notaði meðal annars kveðskap eftir Einar Benediktsson sem dæmi.
Lesa meira

Fræðsla Aflsins

Fræðslufundur Aflsins verður haldinn í fundatímanum í dag. Þetta er fyrirlesturinn sem átti að vera á miðvikudaginn fyrir viku en féll þá niður af óviðráðanlegum orsökum. Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem Nemendafélagið Trölli hefur fengið til að fræða nemendur um þessi mál. Fyrirlesturinn verður í Bókasafninu kl. 11-12. Nemendaráð hvetur nemendur til að mæta.
Lesa meira

Sjálfsmyndin

Kristín Tómasdóttir fjallaði um sjálfsmynd stelpna og ungra kvenna í fyrirlsestri í skólanum í gær. Hún lagði sérstaka áherslu á hvernig þær geti markvisst eflt sjálfsmynd sína og áhrif mismunandi hlutverka á sjálfsmyndina. Allmargar stúlkur sóttu fyrirlesturinn og kom þeim á óvart hvað það er margt sem hefur áhrif á sjálfsmyndina.
Lesa meira

Hvað er viðskiptaáætlun?

Það lærðu nemendur í Tröllaskagaáfanga í gær hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur á Nýsköpunarmiðstöð. Hægt er að líta á viðskiptaáætlun sem sögu þar sem varan okkar eða þjónustan er aðalpersóna. Söguþráðurinn er svo hvernig hugmynd verður að veruleika, hvað á að framleiða eða selja, hvað þarf til, hvar á starfið að fara fram, hverjir eru mögulegir kaupendur og hvernig ætlum við að ná til þeirra.
Lesa meira

Lilja Björk sigrar

Glæsileg söngkeppni skólans var haldin í kvöld og sigraði Lilja Björk með stórkostlegum flutningi á laginu Take me or Leave me úr Rent. Í öðru sæti var Svavar Þór sem flutti eigið lag og sögðust margir áheyrendur hafa fengið gæsahúð svo vel var að verki staðið. Í þriðja sæti var Kristlaug Inga með lagið Stay með Miley Cirus.
Lesa meira

Uppblásin lungu!

Nemendur í líffræði skoðuðu líffæri úr svínum í vikunni. Þar á meðal hjarta, lungu, lifur, vélinda, barka og þind. Lungun voru skoðuð rækilega og blásin út. Einnig voru hjörtun skorin og skoðuð hvolf, gáttir, lokur og helstu æðar. Nemendur reyndu að átta sig á leið blóðsins um hjartað.
Lesa meira

Kristín Tómasdóttir

Skemmtilegur fyrirlestur um sjálfsmynd stelpna og ungra kvenna verður haldinn hér í Menntaskólanum á morgun, þriðjudag, klukkan 15:30. Fyrirlesturinn verður á Bókasafninu (í syðstu). Allar stelpur eru hvattar til að mæta.
Lesa meira

Ferð á söngvakeppni

Nemendur sem eru undir 18 ára aldri eru minntir á að þeir þurfa að skila inn undirrituðu leyfi frá foreldrum áður en þeir leggja af stað til Lauga. Við óskum okkar keppendum góðs gengis og hlökkum til að sjá þessa flottu og spennandi keppni.
Lesa meira

Vélfag

Þegar fiskvinnsla Íslendinga fluttist að verulegu leyti út á sjó urðu úrfellingar og ryð alvarlegt vandamál. Þetta olli bæði lélegri nýtingu og auknum viðhaldskostnaði. Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Vélfags í Ólafsfirði, sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga frá því fyrr í vikunni hvernig fyrirtækið hefði reynt að leysa þessi vandamál.
Lesa meira

Öskudagur

Kennarar og nemendur í Menntaskólanum halda upp á daginn með ýmsu móti. Sumir mættu í skrautklæðum í morgun. Hljóðkerfi er uppsett í anddyri skólans og hægt að taka þar lagið svo hljómi um skólann. Nemendur hafa í morgun meðal annars sungið um krumma í klettagjá og gamla Nóa. Gestir eru hjartanlega velkomnir og verða leystir út með góðgæti.
Lesa meira