Lilja Björk sigrar

Lilja Björk  Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson
Lilja Björk Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson
Glæsileg söngkeppni skólans var haldin í kvöld og sigraði Lilja Björk með stórkostlegum flutningi á laginu Take me or Leave me úr Rent. Í öðru sæti var Svavar Þór sem flutti eigið lag og sögðust margir áheyrendur hafa fengið gæsahúð svo vel var að verki staðið. Í þriðja sæti var Kristlaug Inga með lagið Stay með Miley Cirus.

Glæsileg söngkeppni skólans var haldin í kvöld og sigraði Lilja Björk með stórkostlegum flutningi á laginu Take me or Leave me úr Rent. Í öðru sæti var Svavar Þór sem flutti eigið lag og sögðust margir áheyrendur hafa fengið gæsahúð svo vel var að verki staðið. Í þriðja sæti var Kristlaug Inga með lagið Stay með Miley Cirus.

Að þessu sinni var keppnin haldin í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum sem hafa mikla reynslu af keppni sem þessari. Keppnin var á Laugum og mættu yfir 500 manns, umgjörð öll hin stórkostlegasta með reyndum ljósamönnum, hljóðmönnum, kvikmyndagerðarmönnum og fleirum. Sameiginleg keppni var með keppendum frá Laugum og MTR en einnig grunnskólum frá Vopnafirði til Þingeyjasveitar. Alls voru flutt 28 lög við mikinn fögnuð enda hvert stórkostlega atriðið á fætur öðru. 

Okkar fólk stóð sig vel og við getum svo sannarlega verið stolt af þeim.