Vélfag

Ólöf Ýr Lárusdóttir mynd GK
Ólöf Ýr Lárusdóttir mynd GK
Þegar fiskvinnsla Íslendinga fluttist að verulegu leyti út á sjó urðu úrfellingar og ryð alvarlegt vandamál. Þetta olli bæði lélegri nýtingu og auknum viðhaldskostnaði. Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Vélfags í Ólafsfirði, sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga frá því fyrr í vikunni hvernig fyrirtækið hefði reynt að leysa þessi vandamál.

Þegar fiskvinnsla Íslendinga fluttist að verulegu leyti út á sjó urðu úrfellingar og ryð alvarlegt vandamál. Þetta olli bæði lélegri nýtingu og auknum viðhaldskostnaði. Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Vélfags í Ólafsfirði, sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga frá því fyrr í vikunni hvernig fyrirtækið hefði reynt að leysa þessi vandamál.

Lausnin felst í því að nota ryðfrí efni í vélarnar og hanna þær þannig að þær þoli erfiðar aðstæður um borð í skipum á miðunum. Fyrstu flökunarvélarnar frá Véltaki fóru um borð í Mánaberg ÓF og Sigurbjörgu ÓF árið 2009. Ólöf sagði nemendum að fyrirtækið hefði náð öllum helstu markmiðum sínum varðandi gæði, nýtingu, endingu, afkastagetu og fleira. Því væri hægt að fara að horfa út fyrir landsteinana og fyrsta vélin hefði þegar verið seld úr landi. Hún fór til Frakklands.

Ólöf Ýr benti nemendum á að þeir byggju í deiglu. Hér á Tröllaskaga væri margt að gerast í tengslum við sjávarútveg og möguleikar á margskonar áhugaverðum störfum. Gott væri að byrja í fiskvinnslu, þótt menn ætluðu ekki að gera hana að ævistarfi, þar væri hægt að læra margt sem gæti nýst síðar. Fyrirtækið sitt byggði á þekkingu sem væri hér á svæðinu en fengist ekki í neinum háskólum.