09.11.2012
Skólaakstur féll niður í dag vegna óveðurs og flestir nemendur eru væntanlega heima hjá sér að læra. Einn og einn hefur þó komið í skólann og sinnt námi þar. Ástþór Árnason kom til dæmis eftir hádegið og lærði íslensku og Hrönn Helgadóttir lét sig hafa það að fara út og mála impressioniskt verk á skólalóðinni þrátt fyrir óhagstætt verður.
Lesa meira
09.11.2012
Fjallabyggð og Dalvík hafa fellt niður skólaakstur niður í dag vegna veðurs og versnandi veðurútlits. Í ljósi þess að samgöngur verða ótryggar í dag höfum við ákveðið að fella niður kennslu en nemendur læra sjálfstætt skv. áætlun og upplýsingum í kennslukerfinu Moodle. Nemendum er velkomið að koma í skólann og læra en hvattir til að leggja ekki af stað lengri leiðir í óvissu um hvort þeir komist aftur heim
Lesa meira
08.11.2012
Nemendur listnámsbrautar opna á morgun föstudag sýningu í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.
Sýndur verður afrakstur verkefnis þar sem unnið var með þemað skuggar. Sýningin verður opnuð klukkan sextán á morgun og verður opin til 18. nóvember. Allir eru velkomnir á meðan Berg er opið.
Lesa meira
08.11.2012
Hægt er að taka stöðupóf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í Menntaskólanum við Hamrahlíð í lok nóvember og byrjun desember.
Lesa meira
07.11.2012
Menntaskólinn á Tröllaskaga stendur fyrir kynningarfundum um fisktækninám í dag og á morgun.
Fundirnir fara fram í dag, 7.nóvember kl. 17:00 í Bergi á Dalvík og á morgun, 8.nóvember kl. 17:00 í fundarsal Einingar Iðju, Eyrargötu 24b á Siglufirði.
Allir velkomnir!
Lesa meira
06.11.2012
Nemendur í listasöguáfanga leysa verkefni utandyra eftir að búið var að moka pallinn. Þeir eru að læra um impressjónisma í myndlist. Stefna impressjónistanna gekk út á að fanga birtu augnabliksins og til að gera það þurftu listamennirnir bæði að vinna hratt og vera utan dyra
Lesa meira
02.11.2012
Fjallabyggð og Dalvík hafa fellt niður skólaakstur niður í dag vegna veðurs og versnandi veðurútlits. Í ljósi þess að samgöngur verða ótryggar í dag höfum við ákveðið að fella niður kennslu en nemendur læra sjálfstætt skv. áætlun og upplýsingum í kennslukerfinu Moodle. Nemendum er velkomið að koma í skólann og læra en hvattir til að leggja ekki af stað lengri leiðir í óvissu um hvort þeir komist aftur heim.
Lesa meira
01.11.2012
Nornir tóku á móti nemendum í morgun og hótuðu að breyta þeim sem ekki höfðu klæðst í samræmi við daginn í froska, karamellur eða sleikipinna. Nemendur á starfsbraut skreyttu skólann í anda dagsins og sáu um veitingar.
Lesa meira
31.10.2012
Nemendur eru beðnir um að meta aðstæður áður en þeir leggja af stað í skóla og hafa samráð við forráðamenn séu þeir undir lögaldri. Skólaakstur frá Siglufirði og Dalvík er ákvarðaður í samráði við bifreiðastjóra sem fara yfir þau mál áður en lagt er af stað. Sé talið að veður hamli för eða sé áhættusamt eru nemendur beðnir að tilkynna það á skrifstofu skólans. Nemendur stunda þá námið heima þann dag og hafa samband við kennara í Moodle gerist þess þörf.
Lesa meira
30.10.2012
Í Menntaskólanum á Laugarvatni eru nemendur og kennarar hæstánægðir með nýju fjöltengin sín. Starfsfólk skólans kom í heimsókn í MTR í vor og rak þá augun í hin verklegu fjöltengi sem Gísli Kristinsson húsvörður smíðaði.
Lesa meira