Heilsuréttur næringarfræðihóps

Mynd Lára St
Mynd Lára St
Nemendur í næringarfræði 3A vinna vikulega verkefni sem felst í því að skila inn uppskrift að heilsusamlegum rétti. Verkefnið er unnið með hliðsjón af því að skólinn er Heilsueflandi framhaldsskóli og “þemað” þetta skólaár er næring. Nemendur þurfa að finna sér uppskrift eða hanna rétt frá grunni og reikna út næringargildi í honum.

Nemendur í næringarfræði 3A vinna vikulega verkefni sem felst í því að skila inn uppskrift að heilsusamlegum rétti. Verkefnið er unnið með hliðsjón af því að skólinn er Heilsueflandi framhaldsskóli og “þemað” þetta skólaár er næring. Nemendur þurfa að finna sér uppskrift eða hanna rétt frá grunni og reikna út næringargildi í honum.

 

Vikulega ætlar hópurinn að setja uppskrift að einum rétti inn á heimasíðu skólans og hvetja nemendur, starfsfólk og aðra notendur síðunnar til að reyna réttinn. Í þessari viku er grænmetisréttur Unu Eggertsdóttur og Öddu Maríu Ólafsdóttur á boðstólnum. Verði ykkur að góðu. Uppskrift hér