Ásgeir Logi Ásgeirsson, atvinnurekandi í Ólafsfirði var gestur í Tröllaskaáfanga á föstudag. Hann ræddi meðal annars um mikilvægi sölumennskunnar. Það væri til lítils að framleiða góða og vandaða vöru ef maður kynni ekki að koma henni í verð. Sumum væri þetta betur lagið en öðrum en þjálfun væri líka nauðsynleg ásamt því að hafa þekkingu á því sem maður væri að selja.
Ásgeir Logi Ásgeirsson, atvinnurekandi í Ólafsfirði var gestur í Tröllaskaáfanga á föstudag. Hann ræddi meðal annars um
mikilvægi sölumennskunnar. Það væri til lítils að framleiða góða og vandaða vöru ef maður kynni ekki að koma henni í
verð. Sumum væri þetta betur lagið en öðrum en þjálfun væri líka nauðsynleg ásamt því að hafa þekkingu
á því sem maður væri að selja. Ásgeir Logi hvatti nemendur til að vera gagnrýna og þora að spyrja. Fávís maður
væri sá sem ekki þyrði að spyrja. Svo sagði hann líka að fiskur og fiskvinnsla væri góður bransi að starfa í, þetta
væri traust atvinnugrein sem gæti veitt góðar tekjur og hana væri hægt að stunda víða í heiminum.