Lífið er – saltfiskur!

Nemendur í Tröllaskagaáfanga hittu í dag manninn sem framleiðir dýrasta þorsk sem Íslendingar flytja út um þessar mundir. Þorskurinn er saltaður, seldur í lofttæmdum umbúðum og kostar meira en 5000 krónur kílóið út úr búð – í Róm. Framleiðandinn er Ektafiskur á Hauganesi þar sem Elvar Reykjalín heldur um stjórnvölinn og flökunarhnífinn.

Nemendur í Tröllaskagaáfanga hittu í dag manninn sem framleiðir dýrasta þorsk sem Íslendingar flytja út um þessar mundir. Þorskurinn er saltaður, seldur í lofttæmdum umbúðum og kostar meira en 5000 krónur kílóið út úr búð – í Róm. Framleiðandinn er Ektafiskur á Hauganesi þar sem Elvar Reykjalín heldur um stjórnvölinn og flökunarhnífinn.

Elvar er af þriðju kynslóð saltfiskmanna á Árskógssandi. Barnabörnin hans eru af fimmtu kynslóð og eru byrjuð að taka til hendinni í Ektafiski á Hauganesi. Elvar sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að hann hefði meiri áhuga á að framleiða góða, vandaða vöru en að senda frá sér mikið margn. Helstu veitingahús landsins væru meðal viðskiptavina og það væri gaman að vinna handa þeim fína og dýra vöru. Um 40% framleiðslunnar fer á innanlandsmarkað en 60% eru flutt út.

Elvar Reykjalín og fjölskylda hans hafa síðustu ár líka tekið á móti hópum ferðamanna í fiskvinnslunni og hann segist alveg geta séð fyrir sér að sú starfsemi verði umfangsmeiri. Aðalatriðið sé að gera eitthvað sem verði eftirminnilegt fyrir gestina, takist það kveðji þeir glaðir með góða minningu um heimsóknina.