Útivist og björgun

Björgunarsveitarmaðurinn Grétar Laxdal Björnsson fræddi nemendur í útivistaráfanga um þær hættur sem menn þurfa að gæta sín á þegar þeir ferðast um fjöll í snjó. Nemendur fengu einnig kennslu í því hvernig og hvenær á að nota snjóflóðaýlur og hvernig þær nýtast til að leita að fólki sem lent hefur í snjóflóði eða svokallaða félagabjörgun.

Björgunarsveitarmaðurinn Grétar Laxdal Björnsson fræddi nemendur í útivistaráfanga um þær hættur sem menn þurfa að gæta sín á þegar þeir ferðast um fjöll í snjó. Nemendur fengu einnig kennslu í því hvernig og hvenær á að nota snjóflóðaýlur og hvernig þær nýtast til að leita að fólki sem lent hefur í snjóflóði eða svokallaða félagabjörgun.

Einnig var gengið upp snjóflóðavarnargarðinn ofan byggðarinnar í Ólafsfirði og þaðan upp fyrir skíðalyftuna. Þetta gerðist á þriðjudaginn og um kvöldið hittist svo hópur sem er að mennta sig til að verða Björgunarmaður 1. Þar æfðu menn sig að kveikja á prímusum og að hita vatn á þeim í misstórum pottum til að sjá hvaða pottar henta best til hitunar vatnsins. Þegar suðumarki var náð var hellt upp á kakó til að fá yl í kroppinn. Nemendur í Björgunarsveitarnáminu eru átján og eru á öllum aldri. Myndir