Á matseðli starfsbrautarnemenda í dag er steikt ýsa í raspi með kartöflum, salati og hvítlauks-gerbrauði.
Matreiðslan og annar undirbúningur máltíðarinnar fer fram í áfanganum Tilveran þar sem áhersla er lögð á næringarfræði, matreiðslu og heimilishald. Bóklegir tímar eru mánudögum en verklegar æfingar á fimmtudögum. Nemendum var skipt í þrjá hópa í morgun. Tveir hópar unnu að bakstrinum en einn að eldamennskunni og síðan hjálpast allir að við að leggja á borð. Nemendur voru glaðbeittir fyrir hádegið og sögðu að alltaf væri gaman að læra eitthvað nýtt og auðvitað þyrftu allir að borða. Kennari í Tilverunni er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Á matseðli starfsbrautarnemenda í dag er steikt ýsa í raspi með kartöflum, salati og hvítlauks-gerbrauði. Matreiðslan og annar
undirbúningur máltíðarinnar fer fram í áfanganum Tilveran þar sem áhersla er lögð á næringarfræði, matreiðslu
og heimilishald. Bóklegir tímar eru mánudögum en verklegar æfingar á fimmtudögum.
Nemendum var skipt í þrjá hópa í morgun. Tveir hópar unnu að bakstrinum en einn að eldamennskunni og síðan hjálpast allir að
við að leggja á borð. Nemendur voru glaðbeittir fyrir hádegið og sögðu að alltaf væri gaman að læra eitthvað nýtt og
auðvitað þyrftu allir að borða. Kennari í Tilverunni er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Myndir