Promens rekur 41 verksmiðju í 19 löndum. Þetta er fjórða stærsta fyrirtæki landsins og hefur komist í gegn um efnahagskreppuna án afskrifta skulda. En það er búið að gera miklar skipulagsbreytingar á síðustu árum sagði Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri, nemendum í Tröllaskagaáfanga í dag.
Promens rekur 41 verksmiðju í 19 löndum. Þetta er fjórða stærsta fyrirtæki landsins og hefur komist í gegn um
efnahagskreppuna án afskrifta skulda. En það er búið að gera miklar skipulagsbreytingar á síðustu árum sagði Daði Valdimarsson,
framkvæmdastjóri, nemendum í Tröllaskagaáfanga í dag.
Daði sagði að það hefði verið lykill að velgengni fyrirtækisins að byrja á Dalvík og selja inn á
sterkan heimamarkað. Íslenskur sjávarútvegur væri fljótur að tileinka sér nýjungar og á þessum tíma hefðu verið
strandsiglingar þannig að flutningskostnaður hefði ekki verið mikill. Í dag væri erfitt að hefja rekstur af þessu tagi á landsbyggðinni.
Velgengnin hefði líka byggst á því að starfsmenn hefðu verið metnaðarfullir og eigendur samhentir. Sem fyrr eru framleiðsluvörururnar plastker
og margskonar umbúðir og aðrar vörur úr plasti.
Á tímabili keypti Promens fjölda verksmiðja víða um lönd en hefur nú endurskipulagt reksturinn mikið og meðal
annars selt verksmiðjur í Norður-Ameríku. Fyrirtækinu er skipt í nokkur framleiðslusvið og er hvert þeirra nokkuð sjálfstætt. Velta
samstæðunnar er í námunda við 100 milljarða á ári. Eigendur eru Horn, fjárfestingarfélag Landsbankans og Framtakssjóður, sem er
í eigu íslensku lífeyrissjóðanna.